Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Bíll dagsins 08.12´07 1966 Dodge Dart GT Convertible
Leon:
Anton eða Raggi getið þið ekki frætt okkur um þennan?
1966 Charger:
Það sem ég man: Hann er enþá til. Var síðast er ég vissi í eigu beikonbónda í nágrenni Akureyrar. Hann hefur verið fyrir norðan í áratugi (tja..síðan c.a. 1982). Meðal hamingjumsamra eigenda hafa verið Haukur Sveinss (sem ætlaði að gera racevagn úr honum) og Einsi Bé (sem ætlaði að gera ölvagn úr honum). Báðar þessar áætlanir fóru úrskeiðis. Einhverntíma var honum ekið í gegnum girðingar og inn í garð þarna í höfustað Norðurlands (dæmigerð ferð fyrir ölvagna af þessu kaliberi). Hvað vélar varðar þá sé ég annaðhvort 273 eða 340 í kristalskúlunni minni. Ég á mynd af honum frá því um 1988. Þá var hann kominn á beit framgrillslaus en heillegur. Anton þekkir stöðuna örugglega í dag. Skal senda inn myndina frá '85 á næstunni þegar ég hef tíma.
Þetta er einn ljótasti Mopar sem ég hef nokkru sinni séð.
Einsi Bé minnist hans eflaust með söknuði.........
Err
edsel:
hann stendur inní gám og bíður uppgerðar, búið er að taka vélina í gegn en það er eftir að taka boddyið í gegn
Moli:
Hann er ennþá inni í gám, við Leon skoðuðum hann í sumar. Held að Leon hafi bara verið að fiska eftir sögum um gripinn! 8)
Leon:
Já það er rétt hjá Magga, ég er að leita eftir sögum um hann, Pabbi átti hann á áttunda áratugnum og á einga mynd af honum nema þessar sem ég fékk hjá Magga, gaman væri að fá þessa mynd af honum hjá þér Herra Raggi :)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version