Kvartmílan > Alls konar röfl
Bílar í portinu.
TONI:
Er ekki þessi rauði fjær Pontiac GTO 1968 eða 1969 sem var á götum borgarinnar í kringum 1993, kannski aðeins síðar, langt um liðið :wink:
Er ekki Pace car eins og þessi hvíti á Eskifirði, vélarvana en annars nokkuð góður með 301 turbo að mig mynnir svartur að lit.
Moli:
--- Quote from: "TONI" ---Er ekki þessi rauði fjær Pontiac GTO 1968 eða 1969 sem var á götum borgarinnar í kringum 1993, kannski aðeins síðar, langt um liðið :wink:
Er ekki Pace car eins og þessi hvíti á Eskifirði, vélarvana en annars nokkuð góður með 301 turbo að mig mynnir svartur að lit.
--- End quote ---
Hef nú ekki heyrt talað um svona svartan á Eskifirði, enda hélt ég að þeir hefðu bara verið hvítir. En það væri gaman ef hann væri til, og nei þetta er ekki GTO, líklegast er þetta 65 Bonneville, allt eru þetta líklegast nýlega innfluttir bílar!
--- Quote from: "Ztebbsterinn" ---
--- Quote from: "Leon" ---
--- Quote from: "Gilson" ---ja sá hvíti er flottur 8), eru til einhverjir fleiri "pace car" á íslandi ?
--- End quote ---
--- End quote ---
Já, mér fannst hann eitthvað kunnulegur þessi í portinu, en þá er það að sjálfsögðu þessi sem ég er að rugla saman við :wink:
--- End quote ---
neeeaa... þetta er ekki sami bíllinn ef þú meinar það, þessi er í eigu Árna Útlaga við Flúðir, stendur inni í hlöðu hjá honum og búinn að gera það í allnokkur ár.
Chevy_Rat:
:) þessi svarti vélarvana Trans-am sem TONI er að vitna í að hafi verið á Eskifirði er á Neskaupstað í dag og hann er orginal Túrbo Trans-am bíll og átti þá að vera með 301-Pontiac vél samkvæmt því,en sú vélin reyndist nú víst ekki vera í bílnum þegar vélin var tekin upp kom í ljós að vélin var 350-Pontiac hvað sem til er því,ég hef alltaf haldið því fram að svo sé bara hreinlega ekki rétt,og ég held því ennþá fram að hann sé með 301-Pontiac vél þrátt fyrir það að einhverjir kallar í kistufelli hafi sagt eigandanum annað,málið er bara það að algjör ógjörningur er að komast að og sjá Casting númerið á blockini vegna hversu lýtið pláss er þarna aftan við vélina og þröngt en það er nú samt búið að reina það!!! :!: .kv-TRW
íbbiM:
er þetta ekki bara 81 fyrrv turbo bíllin sem er með 400? ég man eftir einum soleðis, svartur
Chevy_Rat:
Sæll :) íbbM þessi svarti túrbo Trans-am sem var á Eskifirði og er núna á Neskaupstað var fluttur inn af núverandi eiganda fyrir um 7-8 árum síðan ATH árg er ekki á hreinu gæti verið '80-'81,..og mjög flótlega eftir að hann kom til landsinns þá hrundi vélin í honum og stóð bíllinn heilleingi ógangfær á Eskifirði en svo var vélin úr honum send í kistufell og var löguð þar fyrir einhvern rúmann 300 þús kall mynnir mig að eigandi hafi sagt mér,og þeir hjá kistufelli sögðu eigandanum það að vélin væri 350-Pontiac sleggja en ekki 301,...en eins og þú veist líklega sjálfur íbbiM þá líta þessar 301,350,400 Pontiac vélar nákvæmlega eins út nema að 301 vélin er með lægra dekki en hinar 2 og þessi túrbó Trans-am er með orginal lakkinu enþá og stendur líka utan á honum túrbó með gilltu strípukitti og bíllinn er líka á orginal gilltum ál-felgum,og þessum bíl veitti ekki af yfirhalningu því fyrr því betra!!!,en hann kraftar alls ekki eins og það sé í honum 350 eða 400 Pontiac vél í honum,en powerið sem er í honum núna mynnir mig einna helst a gamlan'79 Pontiac Grand-Prix með 301-vél,og held því líka enþá framm að vélin sem er í honum sé 301 hvað sem honum var sagt!!!,Og bíllinn er í góðu standi enþá en mætti fara að lakka hann uppá nýtt og ryðverja,en ég get ekkert fullyrt um þessa vél í honum því að við ekki náðum aldrei að lesa Casting númerið á vélini á sínum tíma,Og bíllinn er alveg örugglega alls ekki til SÖLU!!!.kv-TRW
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version