Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

" Gleymda kynslóðin": Mustang 74-78

<< < (2/8) > >>

Stefán Már Jóhannsson:
Ég verð nú að segja það að mér finnst þessir bílar talsvert fallegri en 3. kynslóðin.

JHP:

--- Quote from: "Heilagur" ---Sælir, það er/var einn svona sedan með hringlóttu ljósunum í Kef en sá hann seinast fyrir 3-4 árum þar en það var blikkari eða pípari sem vann uppá velli sem átti hann og var búinn að eigann í fjölda mörg ár, hann hélt betur uppá bílinn en konuna sína að sögn bræðra minna sem unnu með honum á sínum tíma:)
--- End quote ---
Wooow....Sá hefur átt ófríða konu  :shock:

Pababear:
Fríð eða ófríð? en menn með mikla og góða bíladellu eyða oft meiri tíma í bílinn en konuna!!! Þó þessi kynslóð af mustang var frekar minna en fyrir augað að mínu mati þá er misjafn smekkur manna hvort sem þeir dýrka Ford eða GM og svo hin merkin....

íbbiM:
misjafn smekkur.... ónei að heillast af þessum árgerð af mustang er mun sterkara dæmi um að viðkomandi hafi engann smekk, heldur en lelegan

Comet GT:
langaði bara að forvitnast, man t.d eftir einum rauðum minnir mig 74-75, sem var rúllaður með vinnuvélalakki og með 302 og heimasmíðuð sílsapúst, hann var ábyggilega til sölu fyrir 3-4 árum síðan hérna á spjallinu. síðan var annar einhvernvegin dökkblár, sem stóð inní skemmu hér fyrir norðan einhverstaðar. svo veit ég um einn enn í skemmu á seyðisfyrði.

jújú að sjálfsögðu er smekkur manna misjafn, og almennt álit á þessum bílum er klárlega ekki mikið, en þrátt fyrir það þá er það staðreynd að Ford seldi meira af þessum bílum á sínum tíma heldur en Chervolet Camaro og Pontiac Firebird/Trans Am.

En allavega, það er alveg hægt að gera sniðuga hluti með þessa bíla, ekki síst vegna þess að það er hægt að skipta beint út gamla fjarkanum í þeim og smella í staðinn bigblock án þess að gera nokkuð annað en að skipta um hús á skiptingunni og græja mótorfestingar . auk þess vikta þessir bílar víst undir 1300 Kg.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version