langaði bara að forvitnast, man t.d eftir einum rauðum minnir mig 74-75, sem var rúllaður með vinnuvélalakki og með 302 og heimasmíðuð sílsapúst, hann var ábyggilega til sölu fyrir 3-4 árum síðan hérna á spjallinu. síðan var annar einhvernvegin dökkblár, sem stóð inní skemmu hér fyrir norðan einhverstaðar. svo veit ég um einn enn í skemmu á seyðisfyrði.
jújú að sjálfsögðu er smekkur manna misjafn, og almennt álit á þessum bílum er klárlega ekki mikið, en þrátt fyrir það þá er það staðreynd að Ford seldi meira af þessum bílum á sínum tíma heldur en Chervolet Camaro og Pontiac Firebird/Trans Am.
En allavega, það er alveg hægt að gera sniðuga hluti með þessa bíla, ekki síst vegna þess að það er hægt að skipta beint út gamla fjarkanum í þeim og smella í staðinn bigblock án þess að gera nokkuð annað en að skipta um hús á skiptingunni og græja mótorfestingar . auk þess vikta þessir bílar víst undir 1300 Kg.