Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Bíll dagsins 4.des 2007 GTS # 298

<< < (2/4) > >>

1966 Charger:
Já herrar mínir og frúr

Hér er þetta eðaltæki fyrir utan hina alræmdu Moparstaði við Akureyri á júníkvöldi c.a. 1978.  Moparpabbi bograr borginmannlegur yfir 340 vélinni og við hlið hans eru Maggi Einarss og Biggi Arnarss en Örn Brautryðjandi faðir hans flutti m.a. inn 400 ´73 Chargerinn bláa og svo Akureyrarkorvettuna svonefndu.

Þær fá nú aldeilis að njóta sín Varmahlíðarrendurnar á þessari mynd  :oops:

Vek athygli á að í greininni ágætu hér að ofan er að sjálfsögðu vísa sem ljær henni ómumræðanlega menningarsögulegt gildi  :D

nettur:
Held að það sé þessi sem ég keypti úr Álfheimum passar við græna plussið var orðinn mjög dapur vélin úrbrædd ofl seldi hann fljótlega aftur en ég veit um mótorinn og það er allt nýtt í honum nema stiplarnir,68 árgerð af 340

cv 327:
Þessu kvöldi man ég eftir :)  

Þetta umrætt kvöld, barst sú saga á rúntinum í Keflavík að það væru nokkrir bílar á leið úr Bænum til að spyrna á Garðsvegi og þar sem til stóð að okkar menn úr Garðinum, (Ingi í Lindartúni á Charger og Keli á Rafnkelsstöðum á 340 GTS) ætluðu að keppa, var ekki um annað að ræða að mæta á staðinn. Var farþegi með öðrum þar sem ég var ekki búinn að ná bílprófsaldri.

Upp úr miðnætti (ábyggilega á sunnudagskvöldi) byrjaði fjörið en þar sem að margir áhorfendur voru komst ég ekki á nógu góðan stað til að sjá vel hvernig gekk hjá mínum mönnum. Mig mynnir að Keli hafi verið búinn að vinna einhvejar spyrnur áður en að Chargerinn og græni GTS-inn tókust á.

Kom ekki önnur grein um þetta atvik í Samúel með myndum af vetvangi?
 Eins og mig rámi í það.

Keppnin leystist upp eftir að sá græni bræddi úr sér, þó getur verið að einhverjir Suðurnesjamenn hafi áfram reynt með sér.

Seinna tók Ingi upp vélina í Chargernum og hresti hana eitthvað við og spyrnti við Kela á GTS-inum en menn gátu ekki ákveðið hvor hefði unnið, svo jafnir voru þeir.

Kv. Gunnar B.

Anton Ólafsson:
Flott mynd Ragnar, rendurnar njóta sín einstaklega vel á myndinni, og ánægðastur er ég nú með það að bensínlokið hafi ekki verið skilið útundan.
Ég er annars búinn að bíða spenntur eftir því hvort enginn mundi kommenta á stökuna,

Ramcharger:
Þessi halldór sem er getið þarna í greininni,
var hann ekki að vinna í Vökli á þessum tíma :?:
Ég þekki einn náunga sem var að vinna með honum
frá "75 til "77 og átti "69 Barracudu með 318.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version