Sælir herramenn.
Ég get nú ekki skorast undan að segja það littla sem ég veit um þennann bíl, Pétur bróðir minn keypti þennann bíl árið 1974 og hafði bíllinnn verið hér á landi í nokkur ár og seldur í gegnum sölunefndina ca 2 árum áður en bróðir kaupir hann, hann gerir upp í honum mótor og skiftingu (289/C4) borar 0.50 yfirstærð en allt annað standard, bíllinn var einhverra hluta vegna allsvaðalega sprækur og þurfti oft að opna húdd til að sanna fyrir forvitnum mönnum að þetta væri bara standard 289, og bróðir sem var að læra vélstjórann á þeim tíma og soldill prakkari fannst ekkert leiðinlegt að sýna mótorinn sem hann hafði málað Caterpillar gulann, með grænum ventlalokum og loftheinsara að mig minnir, það var mikið spólað og spyrnt á þessum bíl á þessum tíma.
Einhvertíma á árinu 1977 skifta þeir bróðir og Ási partasali í hafnarfirði sem þá var eigandi eða umráðamaður 302 Boss 1970 bílsins sem Gummari vinnufélagi er búinn að eiga í einhver skifti, en þeir semsagt skifta á mótorum og skiftingum, uppúr Boss kom 390 og 4 speed T10
en 289/C4 fór í bossinn, 390 T10 fór aldrei ofaní 67 bílinn og var selt í sitthvoru lagi síðar, bíllin var svo seldur vélarlaus einhvertíma á árinu 1978.hann var allann þennann tíma með númerið G4331.
Myndin hérna efst í umræðunni er tekin eftir að hann er seldur, en greinilega ekki vélarlaus lengur, sennilega er þetta árið 79-80.
Gaman væri ef einhver vissi um afdrif þessa bíls og eða hvort hann er til ennþá.
Kv Einar Unnsteinsson