Kvartmílan > Aðstoð
Holley blöndungur mengar
cv 327:
--- Quote from: "66 Bronco" ---Nálarnar eru þær sem Holley seldi mér í þennan tiltekna blöndung og hann nær hvergi lofti. Flotið of hátt segirðu.. Þannig að það fljóti of hátt upp á inntaksventilinn í tornum? Getur hann þá verið að taka of mikið bensín inn á sig? Ég hélt að ventillinn sæi alfarið um þetta en kíki á það hið snarasta.
Dettur ykkur fleira í hug eða er þetta málið?
Hjölli.
--- End quote ---
Ef flotholtin fara upp í lokið áður en þau loka fyrir inntakið, þá dælir dælan í gegn um blöndunginn. Sama ef gat er flotholtinu.
Skoðaðu hvort að dropi stanslaust niður í soggreinina í hægagangi, eða þegar þú ert nýbúinn að drepa á. Ef svo er þá er eitthvað að flotinu.
Kv Gunnar B.
66 Bronco:
Powerventillinn er nýr og kom með Holley rebuild kit eins og áður segir. Eins og fram kemur þá er allt nýtt í tornum. Flotið var mjög hátt, ekki upp í topp en nærri því. Beygði fjöðrina þar til flotið lokaði í láréttri stöðu og minnkaði mikið reyk og bensínfýlu úr pústi en fæ ekki enn nógu góða svörun þegar ég hreyfi nálarnar. Kannski má lækka það enn?
Kveðja, Hjölli.[/u]
jeepcj7:
Er þetta nokkuð svona blandari,það virðist vera hægt að klikka á jettunum
(Metric/fet)miðað við þessa grein.
http://www.surpluselectron.com/aaron/holley.htm
Kveðja jeepcj7
Kiddi:
--- Quote from: "chewyllys" ---Gæti verið "Powerventillinn" annað hvort skemdur eða of stór,(gefur of mikið bensín).
--- End quote ---
Venjulegur Holley "power ventill" er aldrei of stór, hann opnar bara og lokar við ákveðin undirþrýsting.
chewyllys:
Næsta mál er að þurrka kertin vel og byrja upp á nýtt í ferlinu.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version