Lögreglan lokaði Fjallkonuvegi á ellefta tímanum í kvöld vegna vopnaðrar ránstilraunar á pizzastaðnum Dominos í Spönginni.
Lögregluþjónar komu sér fyrir sitthvoru megin við veginn, þar sem þeir stöðvuðu hvern bíl sem átti þar leið um. Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er talið að um pilta á unglingsaldri hafi verið að ræða og líklegt að þeir hafi verið fjórir.
Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við nokkra viðskiptavini Dominos sem voru staddir inni á pizzastaðnum þegar ránið varð. Að sögn sjónarvottanna voru mennirnir vopnaðir
loftbyssu.Lögreglan segir að enginn hafi slasast í ránstilrauninni. Búið er að opna aftur fyrir umferð um Fjallkonuveginn.
Mennirnir sem stóðu að ránstilrauninni eru ekki fundnir. Þeir höfðu ekkert upp úr krafsinu.
vonandi ekki edsel á ferð