Kvartmílan > Aðstoð

Toy-Let

<< < (2/4) > >>

KiddiJeep:
Það er strákur að nafni Simmi sem vinnur hjá Stáli og Stönsum, hann á eitthvað svona fyrirbæri til að mixa Chevy við Toyotu kassa. Hann er með Cruiser sjálfur með Chevy 350.

Varðandi hásingar þá er það alveg mismunandi hvað menn komast upp með að nota. Pabbi átti lengi vel Isuzu Double Cab með 350 TPI úr '89 Camaro, 700 skiptingu og 2 Toyota millikössum (lógír). Að framan var Hilux hásing en að aftan 12 bolta Chevy sem var búið að mixa 4 Runner nöf á og öxlarnir voru langir Hilux framöxlar. Þetta var auðvitað í veikari kanntinum, hásingin var orðin ótæpilega bogin í það síðasta og farin að stúta kúluliðum hægri-vinstri ef það var eitthvað tekið á þessu (44" bíll). Ef hún hefði verið styrkt eins og mér skilst að hafi síðar verið gert við hana hefði hún sennilega haldið mun betur. Drifið var alveg þokkalega til friðs, brotnaði aldrei hjá okkur í það minnsta. Það skiptir auðvitað máli að vera ekkert að púkka upp á þessi lægstu drif, 5.29 og 5.71 þau eru álíka sterk og tyggigúmmí skilst mér. Við vorum með annaðhvort 4.56 eða 4.88. Svo var afturhásingin bogin aftur, hún hefði líka mátt við smá styrkingum :lol:

Kristján Stefánsson:
Rétt hjá þér Kiddi hann Simmi á náttúrulega svona kúplingshús, prófaðu að bjalla í Simma síminn hjá honum er 866-3188.

Dodge:
fá sér bara blaser eða chevy pickup frekar..
Þegar upp verður staðið verðuru milljón ríkari
á flottari og léttari bíl.

User Not Found:
Skilst að bílinn hjá simma í stál og stönsum sé með hásingar gírkassa og millikassa úr landcruiser 60, og það virðist halda hjá honum. enda er stutti cruiserinn ekki ykja þungur :)

KiddiJeep:

--- Quote from: "Dodge" ---fá sér bara blaser eða chevy pickup frekar..
Þegar upp verður staðið verðuru milljón ríkari
á flottari og léttari bíl.
--- End quote ---

Léttari??? :roll:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version