Kvartmílan > Aðstoð
Toy-Let
snipalip:
Þegar maður ætlar að setja 8gata vél í Hilux þarf maður þá að skipta um gírkassa og millikassa lika eða er hægt að mixa vélina beint við original gírkassan?
Kristján Stefánsson:
Þú getur fengið kúplingshús á toyota kassan fyrir chevrolet mótor.
þeir eiga það sennilega til hjá www.advanceadapters.com eða www.novak-adapt.com
User Not Found:
ég þekki feðga sem voru með hi-lux ´85 extracab sem var búið að setja 350 tbi vél skiftingu og millikassa í sem kom úr ´88 modelið af suburban og það var stöðugt basl á þeim því það var alltaf eithvað að fara t.d fór drifið 5 sinnum í afturhásingunni held að þeir hafi brotið hásinguna 2 sinnum, það endaði með því að þeir settu dana 60 undir að aftan og þá hætti það að brotna en þeir fóru líka 2 eða 3 með framdrifið og áttu einn drifköggul eftir sem þeir voru að bíða eftir að brotnaði áður en þeir færu í að setja eithverja alvöru hásingu í í staðinn.
Bílinn var reyndar seldur áður en það gerðist.
EN botnpúnturinn er að ef þú ætlar að setja öfluga v8 í hi-lux þá borgar sig að setja öflugri hásingar öflugri skiftingu og millikassa ef þú ætlar ekki stanslaust að vera brjóta eithvað. 8)
1965 Chevy II:
Sparaðu þér ómælt vesen,kostnað og leiðindi og fáðu þér alvöru jeppa með alvöru mótor.
snipalip:
já. þú segir nokkuð..
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version