Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Nova ´78
JONNI S:
Þetta er reyndar ekki SS Nova eins og segir í auglýsingunni á fornbíll.is.
Þetta var upphaflega 6cyl Nova Custom sem var ryðbættur og sprautaður hérna á Skagaströnd, sexunni var hent og sett í hann mjög slöpp 350 vél úr Blaizer K5. Svo var hann skreyttur með SS merkjum sem komu af SS Novu árg '72 sem pabbi átti, felgurnar eru einnig undan þeim bíl.
olikol:
En fyrir þann sem langar í svona bíl þá sýndist mér þessi vera nokkuð góður ryðlega séð, því að þessir bílar ryðguðu nokkuð illa.
JONNI S:
Já hann var alveg sósu ryðgaður fyrir 10 árum síðan, það var skipt um ansi marga hluta af honum.Það má eiginlega segja að hann hafi verið hálfkláraður þegar ég átti hann.
olikol:
Þá er mjög líklegt þegar rifið verður í sundur að ýmislegt komi í ljós, þekki það vel hef átt svona bíl áður, sá var ekkert voða slæmur að utan en þegar ég byrjaði að rífa í sundur kom ýmislegt í ljós.
57Chevy:
--- Quote from: "JONNI S" ---Þetta er reyndar ekki SS Nova eins og segir í auglýsingunni á fornbíll.is.
Þetta var upphaflega 6cyl Nova Custom sem var ryðbættur og sprautaður hérna á Skagaströnd, sexunni var hent og sett í hann mjög slöpp 350 vél úr Blaizer K5. Svo var hann skreyttur með SS merkjum sem komu af SS Novu árg '72 sem pabbi átti, felgurnar eru einnig undan þeim bíl.
--- End quote ---
Vin númerið segir nú að hún hafi verið 305 upphaflega.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version