Kallinn á kassanum er alvöru ofurhetja almúgans.
Hann hefur tekið frammúr Bílabúðar-Benna í Kömbunum og unnið Gæja í sjómann á Dubliners, gert Arne Aarhus lofthræddann í Ungverjalandi og yfirgnæft sjálfan Cortes í afmælisveislu. Kallinum á Kassanum virðast engin takmörk sett.
Þessar myndir voru teknar í leynifylgsni ofurhetjunnar þarsem hann æfir sig á nýja Sandpyrnu/Kvartmílutækinu sínu. Þetta mun vera í fyrsta skifti sem Kallinn ekur öðru en GM en Kallinn er vandur að virðingu sinni og klæðist eingöngu GM fatnaði, ávallt og alltaf.
Með ofurhetjunni er sérlegur aðstoðarmaður hans og ræsir Herra Helmut Klein.
Herr Klein er formaður UZA (Unpimpzieauto) flokksins á Íslandi, sem vill stöðva Töppervervæðingu Íslenskra ökumanna. Kallinn umgengst enga aukvisa.
Þessi ritning þarf ekki að vera lengri því myndirnar tala augljóslega sínu máli, það skal mönnum vera fullljóst að OF metið verður rifið úr höndum Kristjáns og íslandsmetið í sandi verður Kallsins.
Frikki hlýtur að setja inn video af ræsingunni seinna í dag