Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
´67 og ´69 Chevelle
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Já efri myndin er af "stangarstökkvaranum", maður gleymir nú því atriði seint. :shock:
Sú neðri er af 1969 Chevelle sem að maður að nafni Hafliði Gunnarsson átti.
Hafliði lést fyrir mörgum árum í vinnuslysi í Vestmannaeyjum.
Hann var með bílinn með sér þar og ég man ekki eftir því að hann hafi komið aftur upp á land, þó getur það vel verið.
Þarna á myndinni þá stendur bíllinn fyrir framan verkstæðið hjá pabba hans Bílaverkstæði Gunnars Sigurgíslasonar sem var í Skeifunni við hliðina á Bílaverkstæðinu Armi.
Bíllinn var ekki SS en var með tjúnaða 350cid vél og sjálfskiptur. Hann var að mig mynnir með 12bolta hásingu og 4,10:1 drif með læsingu.
Myndin hefur sennilega verið tekin á árunum 1981-2.
Vona að þetta geti varpað einhverju ljósi á málin.
motors:
Chevellan hans Hafliða var blá að lit kóngablár?hvítur vynill?Öflugur bíll bíll á þessum tíma,hvað varð um hann?Eru til fleiri myndir af Hafliða bíl?Blessuð sé minning Hafliða heitins.
Binni GTA:
Afhverju stangastökkvarinn ?
383charger:
Dró skaftið út úr dragliðnum og stakk því ofan í brautina og fór upp á endan :lol:
Annars er Hálfdán betri til að segja þá sögu. 8)
Binni GTA:
--- Quote from: "383charger" ---Dró skaftið út úr dragliðnum og stakk því ofan í brautina og fór upp á endan :lol:
Annars er Hálfdán betri til að segja þá sögu. 8)
--- End quote ---
Nú nú svipað og mythbusters á discovery reyndu, en tókst ekki...........
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version