Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

´67 og ´69 Chevelle

<< < (3/3)

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Þetta atvik gerðist eina nóttina á brautinni fyrir um 25 árum síðan (1982-3).
Þá var þessi Chevelle á samt nokkrum öðrum ásamt fjölda áhorfenda þarna að leika sér á brautinni.
Þegar ökumaður Chevelle bílsins hafði lokið sinni ferð og keyrði þá til baka eftir brautinni nokkuð greitt.
Þá sennilega hefur honum fundist hann nálgast hópinn sem að var í startinu full hratt þar sem að hann bremsar nokkuð harkalega.
Þar sem bíllinn hafði verið mikið hækkaður upp að aftan þá var aðeins lítill (stuttur) hluti af dragliðnum eftir inni í skiptingunni, og þegar hann bremsar harkalega þá nær hásingin að færast örlítið afturábak.
Það var nóg til þess að dragliðurinn dróst út úr skiptingunni, rakst niður í brautina og bíllinn tók stökk á skaptinu.
Og þá meina ég stökk, þar sem að skaptið var lóðrétt og bíllinn ofan á.
Þetta var svona eins og oft er kallað hjá áhættuleikurum "T-bone".

Ég sá þennan þátt hjá "Mythbusters" og þó svo að þetta hafi ekki tekist hjá þeim, þá gerðist þetta svo sannarlega þarna um nóttina í viðurvist fjölda vitna.

Ég veit ekki hvað "Mythbusters" gerðu rangt, kannski  var það að þeir voru á steinsteypu eða þá að þeir sprendu hjöruliðinn þannig að dragliðurinn kom aldrei út úr skiptingunni.
Svo gæti það líka verið að þeir voru með bílinn fjarstýrðann og voru ekki að bremsa en þá leggst bíllinn á nefið, sérstaklega þegar svona "harkalega" er bremsað.
Það geta verið margar skýringar. :!:

En endirinn varð sá að bíllinn endaði fyrir utan braut (vinstrameginn) með hásinguna langsum undir sér vegna þess að hún rifnaði úr flestum festingum.
Bíllinn valt ekki, en það fór um marga sem að þarna voru.

edsel:
það sem maður missti af að því að maður er ekki fæddur fyrr en '92 :smt076  :smt076  :smt076

Ramcharger:
69 Chevellan minnir óneitanlega á eina sem
kunningi minn átti "83.
Þá er ég bara að meina útlitslega
því þessi var upphaflega með sexu
og þrír í stýrinu :oops:
Þegar hann kaupir bílinn var hann með
307 og orðin gólfbíttaður.
Einhvern tíman ætlaði gaurinn
að taka smá spól á kagganum
en þá urðu þessi líka djö"#$"!# læti.
Kíkti ég undir hann og þá var hann
grindarbrotin báðu megin yfir hásingunni :roll:

Kiddi:
'67 malibu'inn átti pabbi back in the day... var grænn hjá honum, síðan svartur... cragar ss og teinafelgur... á til þónokkrar myndir af honum (eldra en þetta)... mynd inn á síðunni hjá Mola af sama bíl (þá svartur á bílaplaninu við kvartmílubrautina og gamli undir stýri).....
mig minnir að hann hafi verið eitthvða að fikta með 327 beinskipt og mikin snúning, valur vífils getur kanski vottað það :?:  :lol:

Axel Volvo:
Það var einn  Mercury Comet sem stökk á pústinu hérna á STF, hann fór að vísu ekki vel útúr því  :?  8)

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version