svona stóð hann áður en ég tók hann í burtu í byrjun feb 2006 , keypti hann 29 janúar 2006 klukkan 15:00 ef ég man rétt:
Fyndið var að bílakerran sem ég fékk undir hann vildi ekki koma honum upp að aftan sökum að afturfelgurnar voru of stórar svo góð voru ráð og ég var settur undir stýri á transam og spoti í lancerinn minn og svo var ekið að kvöldi til með ljóslausan transam með móðu í úr hlíðahverfinu og til voga og svo fór að rigna þegar í kóp var komið og ég héld að ég hef aldrei keyrt eins vel þó ég vissi ekkert hvert var farið og fylgdi eftir rauða ljósinu á lancer og svaka var ég kominn með stóra vöðva í vogum.
var víst búinn að standa þarna síðan í nóv og eigandinn búsettur í bænum en skráður í eyjum hafði ekki snert hann síðan í nóv.
bílinn er handmálaður gulur og það var nú ekkert gert falleg enda rúður og gúmmílistar gult einnig.
ef ég hefði ekki keypt hann þá hefði Högni vinur minn notað hann í varahluti í sinn recaro transam eða Gaulzi strippa hann í sinn rauða.
ég man enn að ég hringdi í Högna og bauð honum að kaupa hann ásamt mér en Högni var ekki til í það og ég vissi að Árna vini mínum langaði alltaf í 3gen svo ég fékk Árna vin minn til að kaupa hann með mér (ég var nú atvinnulaus og fátækur maður í þá dagana) og hann hefur nú verið þögull eigandi síðan og ég hef ekki nennt að kaupa hann út þar sem hann er góður vinur og ég kaupi allt meðan hann leggur það á sig að tala um þegar hann verður til að þá verður rúntað þar sem Árni kann nú ekki mikið að gera við þá er þetta fínt samkomulag þar sem hann kemur með drykkina og matinn og tónlistina í staðinn
Fyrir forvitna þá er númerið á bílnum Ti-818 og já það er flott númer , orginal svartur og mun verða það aftur.. þar að segja þegar bílinn fer í gang á ný og Högni vinur minn nennir að sprauta hann eins og hann lofaði eða var það kannski ég sem neyddi hann til að samþykkja og vil ekki heyra annað svar
, hann mun samþykkja þegar ég reddar aðstöðu og tækjum og lit og vinn lakkið í burtu.