Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

'71 Cuda

<< < (7/17) > >>

Jón Geir Eysteinsson:
Mig langar bara að hvetja menn , að skoða þennan 71 bíl gaumgæfulega áður en boðið verður yfir milljón, og reyna að gera sér svona smá grein fyrir hversu gríðaleg vinna er í bílnum.
Hef svo sem ekkert útá verðið að setja  , en bíll sem er komin með svokallað "Loðið rið" ( rið sem ekki er hægt að sandblása , hverfur bara)
sem þessi bíll er sagður hafa, er orðið rosalegt project.
En það er allt hægt að laga ........kostar bara mikinn tíma og pening.

Ps var staddur við hliðina á Tóta (440sixpack) þegar boðið var 800.000.

en skiptir engu.......

Happy bid

Valli Djöfull:
Sýndi stúlku mynd af þessu hræi, sagði henni að eigandinn vildi meira en milljón fyrir þetta.  Hún gat bara sagt eitt..

"Er maðurinn hálfviti???"  :lol:

JHP:

--- Quote from: "ValliFudd" ---Sýndi stúlku mynd af þessu hræi, sagði henni að eigandinn vildi meira en milljón fyrir þetta.  Hún gat bara sagt eitt..

"Er maðurinn hálfviti???"  :lol:
--- End quote ---
En sagðir þú henni frá öllum sem vilja kaupa hann  :lol:

fordfjarkinn:
Afhverju í andsk....... eruð þið að spá í þessu litaða ryðbúnti.
Ok ég veit. Þetta var æðislegur bíll í GAMLA DAGA Vél 340 (sennilega föst og ónít úr ryði) fjögra gíra kassi með pistol gripi ( haldfangið sennilega það eina sm gæti verið heilt í þessum fyrverandi bíl) hásing sem öruglega þarf að gera upp. Boddýið handónítt úr ryði og það þirfti öruglega að kaupa nýtt. Innréttingin öruglega ónít. Sennilega ekkert vit á staðnum til að passa upp á hana frekar enn annað í þessu dæmi.
Ég man eftir þessum bíl þegar hann stóð á Langholtsveginum 1970 og einhvað. Gæti meira að segja bent á bílastæði sem hann stóð oftast á.
Þetta er með flottustu tækjum sem maður hefur séð á klakanum. Enn þrátt fyrir það þá er þetta bara ónítt drasl í dag og ég mindi ekki einusinni vilja fá þetta gefins. Enn ég væri allveg til í að hirða skráninguna.
Mun gávulegra að gera eins og sumir hérna kaupa þetta bara beint að utann.
KV TEDDI.

Dodge:
alltaf gagnleg svona comment.. :)

Þessi bíll í þessu standi kostar 800þ. til mill. heim kominn úr hreppnum.
Svo væri hægt að fá hann bara uppgerðann og klárann fyrir nokkrar
mills..
En sumir hafa bara gaman að því að gera upp bíl, búa til demant úr
kolamola með eigin höndum.

Það sér það hver maður að bíllinn er slappur.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version