Flott að að vita, það er gríðarleg eftirspurn eftir stæðum fyrir fornbíla yfir vetrartímann, enda hefur mikil aukning átt sér stað. Veit dæmi um að vel efnaðir menn eru mikið að spá í að byggja sér húsnæði til að leigja út til einstaklinga sem eiga forn/spari bíla.
´Já það er hvimleitt en menn þurfa bara þrífa oftar,held samt að skemmdir hafi ekki orðið á bílunum þetta er vel vaktað með myndavélum og öryggisvörðum.
Fyrir utan það er vörður í þessum húsum,og það er allt tekið upp á band sem fram fer í húsinu.
Já, en það bætir samt ekki hugsanlegan skaða sem gæti orðið á nýlega máluðum bíl sem myndi hugsanlega standa þarna í einhvern tíma, það fellur mikið úr loftinu á bílana og sé skrifað í rykið þá sést það á lakkinu.
Þó að það sé vörður við þarna nokkra klukkutíma á dag og að það séu eftirlitsmyndavélar á staðnum segja þær þér ekkert endilega til þess sem að olli hugsanlegu tjóni. Það er til fólk með greindavísitölu á við svamp sem hafa einhverrahluta vegna ánægju á því að skemma bíla. Er þá ekki bara spurning um að finna sér annan stað fyrir kerruna. Þar sem enginn kemst að henni?
- Moli
í vangaveltum