Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
OF reglur ?
69Camaro:
Sælir
Þarf nú ekki marga $$$, hér er ágætt dæmi :
http://racingjunk.com/post/977667/Blown-Alcohol-355-Small-Block.html
Spurning hvort að áhorfendur hafa gaman að sjá OF methafa keyra á t.d. 9.50 sek ferð eftir ferð. Ég vil frekar sjá einhvern vinna flokkinn á t.d. 7 sek. áhorfendavænna mundi ég halda. :D
En alls ekki breyta neinu þetta er frábært eins og þetta er núna :D
Ingó:
--- Quote from: "Vega 71" ---Sælir aftur, skoðum aðeins hvað er algengt að menn taki mörg hestöfl á hvert cubik miðað við búnað og poweradder.
1. NA Án poweradder Bensinvél 1,5 til 2 hp/cid
2. Einn poweradder 2 til 2.5 hp/cid
3. 2 poweradders 2,5 til 3,5 hp/cid
4. Blasari alcohol 3.5 til 5 hp/cid
Svona er þetta í grófum dráttum, þá er þetta málið. Það er augljóst að blásari og alcahol er besti kosturin til að fá sem mest út úr vélinni.
GF.
--- End quote ---
Þetta hljómar ágætlega og er ekki óeðlilegt ef menn eiga að sitja við sama borð. Eins og þetta er í dag þá er eina vitið að vera með blásara og alcohol.
kv Ingó.
p.s. Ef menn skoða tímana sem náðust í sumar þá voru nokkrir á svipuðum tíma þegar um einn power adder var að ræða en um leið og Kristján mætti með tvo power addera þá var hann kominn í sér flokk sem er að sjálfsögðu frábært hjá honum.
Big Fish:
Sælir væri ekki gáfulegra að byrja lengja brautina áður en lengra er haldið og aðeins dytta af henni svo sé hægt að keyra þarna kvað er annars að frétta á hún kannski að grotna niður í róleg heitunum :!:
kk þórður
Jón Þór Bjarnason:
--- Quote from: "Big Fish race team." ---Sælir væri ekki gáfulegra að byrja lengja brautina áður en lengra er haldið og aðeins dytta af henni svo sé hægt að keyra þarna kvað er annars að frétta á hún kannski að grotna niður í róleg heitunum :!:
kk þórður
--- End quote ---
Sælir Þórður og félagar.
Klúbburinn er búinn að berjast í því að fá deiliskipulagið að svæðinu samþykkt í rúmlega 1 1/2 ár. Við erum búnir að fara á 2 fundi síðustu 2 vikur. Þeir lofuðu því að láta þetta fara í gegn á næsta fundi sem mig minnir að sé í næstu viku. Þegar deiliskipulagið er komið þá getum við gert eitthvað. Við erum búnir að reyna eins og við getum að fá það samþykkt með lengingu á braut. Ef við lengjum brautina þá þarf að breikka hana líka í samræmi við FIA staðla. Allt kostar þetta peninga. Klúbburinn stendur alveg ágætlega fjárhagslega en okkur vantar alltaf einhvern sterkan bakhjarl. Það verður haldin félagsfundur fljótlega þar sem farið verður yfir ýmis mál.
1965 Chevy II:
Er ekki hægt að fá lán fyrir framkvæmdunum við brautina,það er alveg ljóst að Kvartmíluklúbburinn er eina íþróttafélagið á höfuðborgarsvæðinu sem skuldar ekkert....og þess vegna þarf kannski ekkert að vera að moka í þá í KK aurum,mikið nær að aðstoða hin félögin,skuldum vafin,eða hvað?!?
Áttu ekki aurarnir sem komu inn af sýningunni að renna í viðhald á brautinni?
Bara spurningar.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version