Author Topic: Bensínflæði/hestöfl ?  (Read 2563 times)

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Bensínflæði/hestöfl ?
« on: September 21, 2007, 16:19:01 »
Eru ekki einhverjar basic formúlur til sambandi við bensínflæðigetu við ákveðin hestöfl

T.d. að 100 gph dugi fyrir einhver ákveðin mörg hestöfl og 200 gph þá u.þ.b. helmingi meira o.s.f.v.

Það sama hlýtur að gilda um sverleka á bensínlögnum og flæðigetu á örðum búnaði í kerfinu, s.s. þrýstijafnara og flr.
Agnar Áskelsson
6969468

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Bensínflæði/hestöfl ?
« Reply #1 on: September 21, 2007, 20:09:01 »
Jú, þessi formúla heitir "specific fuel consumption" sem er mælieining á bensínþörf per hestafl.
Flestar vélar eru eitthvað nálægt 0.5 lbs/hr/hp í SFC á bensíni. Vélar með háa þjöppu eru að öllu jöfnu með lægri tölu. Þannig að 400 hestafla vél þarf um 200lbs/hr af bensíni á botngjöf. Deilir því svo með 6 til að fá sirka gallon/hr eða 1.6 til að fá sirka lítra á klukkustund.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Bensínflæði/hestöfl ?
« Reply #2 on: September 21, 2007, 20:28:43 »
Takk fyrir þetta  :D
Googlaði specific fuel consumption og fann fullt af infói

Svakalega er þetta samt lág tala

Samkvæmt þessu þá ættu 100 gallon á klukkutíma (gph) að duga fyrir 1200 hestöfl (0,083 per hp)

Samkvæmt því sem ég hef séð þá eru 350 gph sögð duga fyrir 2000 hp (0,175/hp)

 :?

Geri mér auðvitað grein fyrir því að það eru fleirri þættir sem ákvarða eldsneytisnotkun en ég er bara svona að leita að einvhverjum millivegi til að gera mér grein fyrir því hvað þarf.

Ætli sverara sé bara betra hvað þetta varðar

Ég er að spá í 600 HP, 140-160 gph dæla kostar svipað og 70 gph dæla svo það er spurning hvað maður gerir
Agnar Áskelsson
6969468

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Bensínflæði/hestöfl ?
« Reply #3 on: September 21, 2007, 20:45:33 »
Já, talan er auðvitað hærri á vélum sem eru með slæma eldsneytisnýtingu og/eða þurfa að ganga með mjög ríka blöndu í botni (vélar með blásara eða nítró).
Svo er það líka þannig að bensíndælur eru gefnar upp með flæði við ákveðinn þrýsting eða jafnvel þrýstilausar. Þegar þrýstingurinn hækkar þá lækka afköstin töluvert þannig að dæla sem er auglýst 100gph við engan þrýsting hún dælir líklega eitthvað minna þegar það er kominn þrýstingur á lögnina.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Bensínflæði/hestöfl ?
« Reply #4 on: September 21, 2007, 22:39:26 »
Hvað ertu með sverar bensínlagnir og hvaða bensínsíu
Með regulatorinn þá er best að spyrja framleiðandann en með lagnir og dælu að þá tekuru stærra en minna

Ég fæ 600hp sem 54gph nettó

Þetta er formúlan fyrir gph vs HP ef þú ert enn að leita að henni en þetta er án flæðisviðnáms í lögnum og svo þarftu að rékka hvernig dælan er mæld sem þú ert að spá í

HP*BSFC = lbs fuel pr/hr

lbs Fuel pr/hr / 6 = GPH


BSFC Þumalreglur

0,50-0,65 á FI
0.50-0.55 á óbreyttum eða létt breyttum
0.45-0.50 Breyttar
0.38-0.45 Keppnisvélar
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Bensínflæði/hestöfl ?
« Reply #5 on: September 22, 2007, 01:01:16 »
Eins og er þá er ég ekki með neinar lagnir og enga dælu, þess vegna er ég að pæla  :wink:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline gstuning

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 356
    • View Profile
Bensínflæði/hestöfl ?
« Reply #6 on: September 26, 2007, 13:22:55 »
Þetta er auðvitað spurning um blöndund eða innspýttingu,

Flestar oem dælur eru gefnar upp við 3bör bensín þrýsting á innspýtingarbíl því að þeir gengu á því einu sinni, í dag eru margir farnir að keyra á 5börum,

Blöndungar?
Old news my friend..
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson -Dyno Dynamics-
Dyno Time 34h |

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Bensínflæði/hestöfl ?
« Reply #7 on: September 26, 2007, 17:19:42 »
ls1 camaro er orginal með 60psi bensínþrýsting,

ég sé það mjög vel hjá mér þar sem ég er með mæli á railunum, þar er gullna reglan að þessi 60psi fæði 450rwhp (490-510 flywh)
ívar markússon
www.camaro.is