Þræðinum hafa borist meiri upplýsingar um þennan bláa:
Hann var um skamma hríð á Akureyri í eign Steina stúku segir Böddi Svanlaugss. Gulli Emilss bætir við að um 1980 hafi einhver Guðbrandur hirt bílinn úr Vökuportinu og ætlað að gera hann upp. Þá var búið að hirða af honum hurðir og fleira og skemma á honum toppinn að því er virðist í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir að hann yrði lagaður aftur, enda fór svo að téður Guðbrandur skilaði bílnum aftur í Vökuportið og þar mun hann endað sína ævi (sko Coronettinn, Guðbrandur gengur sennilega enþá á öllum). Mögulegt er að hann hafi lent í tjóni á Highway One áður en hann hafnaði í fyrsta sinn í Vökuportinu.
Hurðirnar eru enþá til og skreyta núna afganginn af hvíta 67 Coronetinum.
Frekari upplýsingar um þennan flotta Coronet eru enþá vel þegnar.
Err