Ég er með 305 vél ´77 -´79 með 2 hólfa blöndungi original og langar til að setja 4 holfa og hef heyrt að ég þurfi þá að fá mér ásamt milliheddi annann knastás til að vega upp á móti auknu bensínflæði.
Vantar ráðleggingar á því hvað ég eigi að fá mér til að fá aðeins meira KICK úr vélinni.
Ætla bílinn ekki í race með þessari vél en væri gaman að hafa hann viðbragðsbetri en hann nú þegar er.
Nú hugsa margir að ég ætti bara að fá mér 350 í bílinn og losa mig við 305 vélina, en ég á eina sem ég ætla að vinna í seinna meir vantar bara aðeins meira kick þangað til.

Einnig er ég forvitinn um það hvort hedd af 305 ´77 -´79 passi á ´88 af 350 (sem var með tbi) og hvort ég græði eithvað á því að færa þau á milli.(Hef heyrt að menn séu að fá hærri þjöppu)

Kær kveðja og fyrirfram þakkir fyrir öll þau svör sem ég fæ
ARNAR H
