Þetta eru mjög merkilegar og magnaðar myndir frá þér Anton.
Þarna er að hefjast hópakstur til að þrýsta á um landssvæði fyrir Bílaklúbbinn. Það væri réttast að sumir þeir sem stýra Akureyrarbæ núna áttuðu sig á hversu gömul barátta þetta er (rúm 30 ár). Sumir pólitíkusarnir sem ráða núna í höfuðstað Norðurlands voru ekki einu sinni komin á teikniborðið þegar þessi hópakstur var. Er ekki kominn tími til!!!:evil:
Ég geri ráð fyrir að pabbi þinn hafi tekið þessar myndir; hann hefur mætt þarna á Corvair-num hans tengdapabba. Hann hefur greinilega verið seigur að klifra upp á þök hér og þar til að ná svona yfirliti.
Þarna má sjá margan frægan vagninn. Boss 302 (gulur í eigu Sidda), Barracuda Formula S 340 (grá þarna í eigu Dóra Fíra, sem ég held að sé Cudan sem S. Andersen málaði í Sox & Martin litunum), bláa 69 Töngin sem Þórir Tryggva átti, og svo í einu horninu hinum megin götunnar er engin önnur í fjólulit en "Crazy Horses" Töngin sem Moparpabbi átti sennilega þá. Koparliti 69 Mustan Grande-inn er líklega sá sem er rauður í dag og í eigu Sverris í Ysta-Felli. Þarna var hann A5050 í eigu Steina Ingólfss (seinna ´fór það númer á 68 Chargerinn svarta). Jeppsterinn rauði er frægur. Þarna var enginn annar en goðsögnin Konni Jóh (bróðir stórtenórsins) eigandi. Svarta bjallan var í eigu Gúgga heitins Pálss sem gerði upp Citroen 1946 (sá rauði). Fólksvagninn græni var með hæudd af M. Benz. Eigandinn, og sá sem gerði hann upp var Sigurjón sem líka sprautaði Pontiacinn hans Braga Finnboga. Sigurjón var vandvirkur með sprautukönnuna. Líka má sjá þarna Mercury Montclair sem Halli Hansen átti. Það var hægt að skrúfa afturrúðuna (ég er ekki að tala um hliðarrúðurnar heldur þessa stóru) niður á þeim bíl. Stundum þegar var gleðskapur í honum vildu menn sitja á hillunni aftan við aftursætið og nota toppinn sem borð fyrir brennda drykki þegar ekið var um rúntinn. Svo fór fyrir einum í þessari stellingu að hann féll aftur fyrir sig, út á skottlokið og þaðan niður á götu þegar teppinu var gefið lauslega inn. Honum mun ekki hafa orðið meint af. A.m.k. heyrði ég í honum í útvarpinu um daginn þar sem hann var að ræða um að fólk ætti að gæta öryggis við meðhöndlun gasáhalda í hjólhýsum.
If they only knew...