Author Topic: Fornbíla spyrna  (Read 27353 times)

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Fornbíla spyrna
« Reply #100 on: September 21, 2007, 23:04:41 »
lofa að fara hægar næst :)
Atli Már Jóhannsson

Offline Gunnar M Ólafsson

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 218
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #101 on: September 21, 2007, 23:16:06 »
Í allra síðasta sinn.

Þetta er allt spurning um framboð og eftirspurn í mínum huga og hvernig hægt sé að nýta sér það.

Reynið að skilja að mér finnst að reka eigi brautina  sem fyrirtæki og eru  nauðsynlegar umbætur brautarinnar og umhverfis hennar ástæða þess.

Öllum hlítur að vera augljóst að tekjur KK duga hvergi nærri til eðlilegs viðhalds og lagfæringa.

Finnst ykkur kannski allt vera bara í sómalagi á brautinni?

Það  hafa margir talað um ýmsar nauðsynlegar lagfæringar t.d öryggissvæði, bremsukafla áhorfendasvæði ofl.

 Ekki bólar neitt á framlagi frá opinberum aðilum þrátt fyrir breytingu klúbbsins í íþróttafélag,  engin loforð þar efnd.

Sjáið þið til lands í umbótum á brautinni í einhverri náinni framtíð?
 
Það er allt of lítið að innheimta 5000 eða 7000 kr fyrir  fyrir árs aðgang að brautinni, það álit hefur komið skýrt fram hjá mér.

Klúbburinn getur svo aftur niðurgreitt kostnað fyrir sína félagsmenn ef hann kýs svo.

Klúbburinn á vitaskuld réttinn til mótshalds og öllu tengt því eins og nú er.

Ég hef hvergi sagt að ég tímdi ekki að borga þessa upphæð 5000 til 7000kr eða hærri, því þá teldi ég heldur engan grundvöll fyrir annarskonar rekstrarformi en nú er.

Það skilur í sundur með okkur sú vissa ykkar um að þetta verði að kosta sem minnst og svo mitt álit að mun hærri verðlagning  dragi ekkert úr  eftirspurnini eftir brautinni.

 Ég væri til í að borga 5000 fyrir t.d. 3 ferðir  einhvern fyrirfram pantaðan tíma eða á auglýstum opnum degi fyrir alla.Ég vildi helst óska að ég gæti bara komið til ykkar og fyllt út plagg sem væri staðfesting frá ykkur um að ég væri með skoðað ökutæki og hefði keypt mig inn á brautina. Þið senduð það til viðkomandi tryggingafélags og væri ég þá komin með tryggingapakkann sem til þarf og leyfi til aksturs á brautinni
 Hjálm get ég komið með sjálfur en væri ekki sniðugt að geta leigt út einn eða tvo hjálma sem kostar 5000kr stykkið(dæmi) kanski 20 sinnum á ári(dæmi)?
 Það er félagafrelsi á Íslandi skv lögum og því virkar þetta fyrirkomulag hjá ykkur meira en skrýtið í mínum huga þegar ekki er um keppnishald að ræða.
Ástæðurnar eru mér kunnar og ekkert við þeim að segja ef enginn sér neina ástæðu til breytinga.
 Endilega ekki láta mitt álit fara í skapið á ykkur engin ástæða til þess, enda er þetta tómt bull allt hjá mér, það skilst mér allavega  á flestum hér og er það bara í fínu lagi mín vegna. :D

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #102 on: September 21, 2007, 23:21:57 »
Quote from: "HK RACING2"
Skammastu þín líka fyrir að keyra svona hratt framhjá heima hjá mér :evil:
Verð tilbúinn með eggjabakka á þig ef þú gerir þeta aftur :lol:

Hilmar B Þráinsson
Reykjavíkurvegi 30


mætti halda að þú ert ávalt ready að elta menn þar sem nissan er oftast uppá gangstétt í gangi fyrir utan hjá þér og þú hvergi sjáanlegur.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #103 on: September 22, 2007, 00:03:34 »
Gunnar minn, ef þetta væri bara svona einfalt, þá væri svæðið það flottasta sem til væri, ekki spurning  :lol:

Stærsta vandamálið hefur verið skortur á fólki sem nennir að vinna fyrir klúbbinn, án starfsfólks gerist lítið.  Við erum búin að keyra á sama hörkuduglega fólkinu í sumar, sem eru allllllt of fáir..

Hefurðu kíkt nýlega uppeftir?  Það er ALLT að gerast..

Svo með tryggingarviðaukann, það er búið að funda með tryggingarfélögunum en ekkert virðist ganga í þeim viðræðum.

*  VÍS gefa viðauka fyrir allt árið FRÍTT!
*  Sjóvá bara einn dag í einu.. og hann er frír
*  TM bara einn dag í einu.. og hann er frír
*  Elísabet ætlaðist til að viðauki fyrir einn dag kostaði 50.000 kr.  eftir rifrildi við þá bökkuðu þeir "í bili"..  og einn dagur í einu þar, og er frír..
*  Vörður eitt ár í einu og það kostar 7-8 þúsund krónur..

Svo eins og staðan er í dag er VÍS eina fyrirtækið sem er að standa sig.. enda skipti ég við þá  8)

Þessi listi á við bíla, mótorhjólin þurfa að borga mun meira...

Fyrirtæki eins og Elísabet (sem er TM) virðast vilja halda hraðakstri á götunum, mun ódýrara.. :roll:






En já, að þessum texta þínum, eins og oft hefur komið fram í spjallþráðum er ekkert mál að segja sína skoðun á hvað skal gera og hvernig skal snúa sér í því, en þegar á að framkvæma, hverfa þeir aðilar oftast  :roll:

Ekki bara væla á netinu, komdu á fundi og vinnudaga og hjálpaðu til frekar...;)  Væl á netinu skilar engu ;)

p.s. Gunnar M Ólafsson, á ég að vita hver þú ert? :)  Hver ertu?
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Fornbíla spyrna
« Reply #104 on: September 22, 2007, 00:27:51 »
auðvitað er flott að fá aðra sýn á málin, sbr. skrif Gunnars.

Af hverju er t.d. ekki haldin æfing t.d. einu sinni í mánuði fyrir "utanklúbbs" menn og konur?  má alveg kosta eitthvað, leigja liðinu hjálma og bara nota þetta sem "recruitment" í klúbbinn?

ég veit af eigin raun að það er ekkert auðvelt að fá fólk til að vinna á æfingum/keppnum, en að bjóða ungu fólki að ef það vinnur við t.d. 3-4 æfingar/keppnir fái þau félagsskírteini að launum?

það er margt hægt að gera og það er bara að lesa/hlusta af opnum hug, því oft er glöggt gests augað er það ekki?
Atli Már Jóhannsson

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #105 on: September 22, 2007, 00:33:44 »
Gunnar hættu þessu rausi. Ef þú vilt spyrna þá borgarðu félagsgjaldið sem þýða afnot af brautinni á föstudögum, nærð þér í tryggingarviðauka og ég skal lána þér hjálm eða leigja ef þú vilt frekar. KK fékk nokkra hjálma gefins í sumar og ætluðum við að leigja þá út á kr 2000 skiptið en því miður var brotist inn til okkar einsog hefur gerst nokkrum sinnum á þessu ári og flestum hjálmunum stolið. Ég er orðinn nett pirraður á sömu spurningunum frá þér í mismunandi útfærslum. Ég er líka orðin pirraður á að svara þér í jafn mörgum útfærslum og er þess vegna hættur því. :-k
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #106 on: September 22, 2007, 00:42:22 »
Quote from: "AMJ"
auðvitað er flott að fá aðra sýn á málin, sbr. skrif Gunnars.

Af hverju er t.d. ekki haldin æfing t.d. einu sinni í mánuði fyrir "utanklúbbs" menn og konur?  má alveg kosta eitthvað, leigja liðinu hjálma og bara nota þetta sem "recruitment" í klúbbinn?

ég veit af eigin raun að það er ekkert auðvelt að fá fólk til að vinna á æfingum/keppnum, en að bjóða ungu fólki að ef það vinnur við t.d. 3-4 æfingar/keppnir fái þau félagsskírteini að launum?

það er margt hægt að gera og það er bara að lesa/hlusta af opnum hug, því oft er glöggt gests augað er það ekki?


Starfsfólk fær frítt félagsskirteini. Flestir af þeim vilja hins vegar borga sitt félagsskirteini og styrkja klúbbinn. Við bjóðum starfsfólki reglulega út að borða. Við buðum staffi í bíó í sumar.

Fólk verður að vera meðlimir út af tryggingum.

Þetta eru félagasamtök og í þannig samtökum vinnur fólk í flestum tilfellum í sjálfboðavinnu. Þannig er það nú til dæmis að það kemur nánast enginn á vinnudaga hjá klúbbnum nema stjórnin og duglegasta staffið.

Hjálmar eru dýrir og við höfum einfaldlega ekki efni á að kaupa slatta af þeim og svo verður þeim kannski stolið eins og hefur gerst nokkrum sinnum. En klúbburinn á 5 hjálma sem er hægt að fá leigða.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #107 on: September 22, 2007, 01:06:46 »
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Gunnar hættu þessu rausi. Ef þú vilt spyrna þá borgarðu félagsgjaldið sem þýða afnot af brautinni á föstudögum, nærð þér í tryggingarviðauka og ég skal lána þér hjálm eða leigja ef þú vilt frekar. KK fékk nokkra hjálma gefins í sumar og ætluðum við að leigja þá út á kr 2000 skiptið en því miður var brotist inn til okkar einsog hefur gerst nokkrum sinnum á þessu ári og flestum hjálmunum stolið. Ég er orðinn nett pirraður á sömu spurningunum frá þér í mismunandi útfærslum. Ég er líka orðin pirraður á að svara þér í jafn mörgum útfærslum og er þess vegna hættur því. :-k
[-(  :worship: Slakur Nonni, annars endar þú svona :excited:. (Grín) :)
Kv Gunnar B.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #108 on: September 22, 2007, 01:30:21 »
Jamm nú fer ég í pásu með allt sem æsir mig.
Ég skal reyna að vera bjartsýnin uppmáluð alla næstu viku.  [-o<
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #109 on: September 22, 2007, 01:31:24 »
:smt023
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #110 on: September 22, 2007, 13:16:23 »
gætuð þið ekki prófað að reyna að semja við securitas eða eitthvað annað félag sem er með öriggiskerfi að auglýsa þá í staðinn fyrir afslátt eða frýa notkun á öriggiskerfi?
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #111 on: September 22, 2007, 15:01:19 »
Quote from: "edsel"
gætuð þið ekki prófað að reyna að semja við securitas eða eitthvað annað félag sem er með öriggiskerfi að auglýsa þá í staðinn fyrir afslátt eða frýa notkun á öriggiskerfi?

 
 til þess þarf rafmagn og eða símalínu sem Hafnarfjarðarbær trassar að skila af sér.

Offline edsel

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.041
    • View Profile
Fornbíla spyrna
« Reply #112 on: September 22, 2007, 19:16:59 »
þannig standa málin :?
Sindri Freyr Pálsson
BMW E30 318 IS vél '87 seldur  :smt010
Toyota Touring '89 klesstur
Hyundai Sonata '95 seldur :D
Ford Bronco II '88 daily driver :D :D :D :smt093