Þessi bíll hefur EKKERT með Thunderbird að gera, bara svo það sé á hreynu
----Reyndar sami hönnuður----
Hinsvegar eru afturljósin og stuðari tekin af ´56 Ford (eins sorglegt og það nú er)
Ghia frá ítalíu smíðaði þessa bíla, voru samt samsettir í Detroit.
einungis 55 stykki voru búin til af Chrysler Turbine. 46 þeirra var eytt af Chrysler til að forðast innfluttningsskyldur (kann ekki frekari skýringar á því)
Sex (6) af þeim níu, sem eftir voru, voru gefnir á söfn eftir að vélin (túrbínan) hafði verið gerð óvirk.
Chrysler hélt þrem (3) eftir hjá sér vegna sögulegs gildis en seldi seinna meir tvo (2) þeirra til bílasafnara. Frank Kleptz frá Terre Haute, Indiana á annann þeirra en hinn fæst ekki upgefinn þar sem sagan segir að bílasafnarinn hefi brætt úr túrbínunni (sem snýst í 47,500rpm) í einhverri spyrnu.... Eins heimskulegt og það getur verið, þ.e. að spyrna á svona.
Ekki það ykkur er örugglega vel flestum allveg sama um þessar upplýsingar en þar sem að ég er svo merkilega mikið MOPAR nörd þá bara varð ég að deila þessu með ykkur
ENJOY
Ottó P