Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Bíll dagsins 10.09.07 - ´68-´72 Chevy Nova

<< < (2/4) > >>

GunniCamaro:
Söngkonan var Ragnhildur Gísla og hún var í slagtogi við eigandann á þeim tíma og bjó í Norðurmýri í Rvík.
Þessi mynd er tekin á þeim árum (-1980-?) þegar svona málningarvinna var gerð (hugsið ykkur vinnuna við þetta), það er til Challanger hérna í góðu lagi sem var málaður villtari en þessi og er enn þannig í dag.
Svo var það fyrsta sem menn gerðu var að hækka þá upp því það þótti flottara og líka svo þeir væru betri á mölinni á leið á sveitaball og í snjónum (þetta var þegar það snjóaði og var ófærð).
Síðan voru menn með breið snjódekk (man einhver eftir Sonic Maxtrack?) því það varð að halda lúkkinu en menn föttuðu það ekki að það væri betra að vera með mjórri dekk en lúkkið var nr. 1.

Björgvin Ólafsson:
Mér sýnast þetta vera þessi fínu spyrnudekk 8)

kv
Björgvin

1966 Charger:

--- Quote from: "Björgvin Ólafsson" ---Mér sýnast þetta vera þessi fínu spyrnudekk 8)

kv
Björgvin
--- End quote ---


Þetta minnir mig á söguna af 390 67 Akureyrar-Mustanginum.  Þegar Babi Mr. Four Speed átti hann fóru þeir félagarnir (giska á að Túri Boga hafi verið shotgun-megin) á tækinu á ball í Húnaver.  Töngin var þá á búin breiðum vetrardekkjum.  Þessi búnaður vakti athygli í dreifbýlinu, jafnvel svo að sprækir menn veigruðu sér ekki við að skríða undir tækið og skoða up close.
Einn Siglfirðingur sem það gerði, skreið undan Tönginni og hrópaði opinmæltur til félaga sinna:  "Nau, nau strákar, hann er á vetrarslikkum!"

cv 327:
:smt043

Anton Ólafsson:
Hann hefur verið býsna góður í brennivínsleiðangra.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version