Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Bíll dagsins 10.09.07 - ´68-´72 Chevy Nova
Siggi H:
'82 og sítt að aftan bara :lol:
Damage:
--- Quote from: "GunniCamaro" ---Söngkonan var Ragnhildur Gísla og hún var í slagtogi við eigandann á þeim tíma og bjó í Norðurmýri í Rvík.
Þessi mynd er tekin á þeim árum (-1980-?) þegar svona málningarvinna var gerð (hugsið ykkur vinnuna við þetta), það er til Challanger hérna í góðu lagi sem var málaður villtari en þessi og er enn þannig í dag.
Svo var það fyrsta sem menn gerðu var að hækka þá upp því það þótti flottara og líka svo þeir væru betri á mölinni á leið á sveitaball og í snjónum (þetta var þegar það snjóaði og var ófærð).
Síðan voru menn með breið snjódekk (man einhver eftir Sonic Maxtrack?) því það varð að halda lúkkinu en menn föttuðu það ekki að það væri betra að vera með mjórri dekk en lúkkið var nr. 1.
--- End quote ---
þessi chalenger sem þú ert að tala um er það bíllin hans Bjarna ?
GunniCamaro:
Jú það er hann, sá bíll er svakalega "flassÍ" ég er hissa að enginn skuli hafa sett mynd af honum hérna inn, það væri gaman ef einhver ætti mynd af honum.
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Það er við hæfi að skella inn mynd af þessum Challenger.
Þessi er tekin á sýningu KK 1994, og bíllinn er í raun og veru nákvæmlega eins í dag. :shock: :!:
Vonum bara að eigandinn taki við sér og klári tækið, því að það er ekki það mikið sem á eftir að gera.
Moli:
--- Quote from: "GunniCamaro" ---Jú það er hann, sá bíll er svakalega "flassÍ" ég er hissa að enginn skuli hafa sett mynd af honum hérna inn, það væri gaman ef einhver ætti mynd af honum.
--- End quote ---
Alltaf til myndir, tók þessa núna í lok Ágúst! 8)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version