Tja, ég reiknaði það nú út að orkan sem þessi 60kg af rafhlöðum sem eru í Prius hafa að geyma er samsvarandi hálfum lítra af bensíni þegar því er brennt í ottovél. Það tekur því ekki að vera að hlaða þetta upp með rafmagni.
Það eina sem að þessi hybrid tækni gerir er að nýta hemlaorkuna og að keyra bensínvélina ekki þegar álagið er lítið. Þetta er mjög sniðugt ef maður er fastur í umferð og er bara að keyra 10 metra í einu og situr stopp þess á milli. Þegar bíll er á stöðugri ferð og kominn á þjóðvegahraða þá er enginn ávinningur í þessari tækni lengur.
Helsti ávinningurinn er bara sá að bensínvélin gengur aldrei lausagang og að hún er ekki gangsett þegar verið er að keyra mjög hægt (fastur í umferð, leggja í stæði, etc) enda er nýtni bensínvélar mest þegar hún er undir miklu álagi á þeim snúningi þar sem hún skilar hámarks torki, þá verður mest afl úr hverjum bensíndropa.