Þessi bíll er settur upp sem götubíll, með dual plane milliheddi, 3.50 hlutföll, 2500 stall og verður ekkert á svakalegum dekkjum (líklegast 245 eða 255 á 16" orginal felgum).
Með ekkert svakalegum breytingum (annað millihedd, slikkar að maður tali nú ekki um hlutföll og stall...) væri hann betur settur upp fyrir 1/4 míluna en það er ekki planið núna.
Með single plane milliheddi og 750 blandara er hún gefin upp 425 hp og 460 lf.ft, ætli hún ætti ekki að vera í kringum 400 með mína uppsetningu. Skiptingin ætti því að duga og rúmlega það.
Það gæti samt vel verið að maður mætti á einhverjar æfingar til að leika sér aðeins.