Ég gúglaði þetta og fann :
Á þessum Dodge bílum er hægt að svissa á og af þrisvar þá birtist villukóði ef einhver er í kílómetrateljaranum (sem er stafrænn)
Hann sýndi sem sé P0442, villukóða er hægt að lesa sig til um á mörgum stöðum,
hér er einn.
A medium Evaporative Emission Control System leak has been detected.
Smá meira dund á netinu þá las ég sögu af einum með svipaðan villukóða og eftir töluverðar hremmingar fundu þeir út að lokið á bensíntanknum lak, þeas hann náði að draga loft í gegnum lokið. Ætla að kíkja á þetta hjá mér.
Hérna er annars skemmtilegt tæki sem hægt væri að blæða í til tengjast þessum tölvum.