Author Topic: Road race æfing í Hafnarfirði  (Read 2489 times)

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Road race æfing í Hafnarfirði
« on: August 08, 2007, 10:09:06 »
Áhugafólk um kappakstur ætti að leggja leið sína í Hafnarfjörðinn næstu helgi þar sem Road race æfing fyrir mótorhjól verður haldin.  Þetta er í annað sinn sem RR-AÍH (Road race deild Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar) stendur fyrir álíka viðburði en síðast var haldin æfing um mánaðarmótin júní-júlí.  Þá tóku um 30 manns þátt við bestu hugsanlegu aðstæður í blíðskaparveðri.  

Búið er að útbúa 2,2 km lokaða braut í Hellnahverfi í Hafnarfirði sem býður upp á mjög skemmtilegan akstur.  Æfingin verður haldin helgina 11. og 12.
ágúst n.k. og er opin öllum sem vilja taka þátt en skilyrði fyrir þáttöku eru fullgilt ökupróf, fullskoðað hjól og viðurkenndur öryggisbúnaður.
Byrjendur er sérstaklega hvattir til að taka þátt til að bæta getu sína við öruggar aðstæður en skipt verður upp í hópa eftir getu og gerð hjóla.
Skráning er opin á vefsíðu félagsins www.road-race.net til miðnættis föstudagsins 10. ágúst.  Enginn aðgangseyrir er fyrir áhorfendur.
Atli Már Jóhannsson

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Road race æfing í Hafnarfirði
« Reply #1 on: August 08, 2007, 11:01:18 »
Ég verð með eftir kvartmíluKeppni/æfingu ef þið verðið en að keyra.
Annars sé ég ykkur hress og kát á sunnudag  \:D/
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Zcully

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 1
    • View Profile
Road race æfing í Hafnarfirði
« Reply #2 on: August 22, 2007, 12:38:01 »
Er von á annari Road race æfingu í sumar??

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Road race æfing í Hafnarfirði
« Reply #3 on: August 24, 2007, 11:21:39 »
það er verið að skoða það svo við verðum bara að vona  O:)
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.