Nú verður haldin keppni á laugardaginn. Til þess að geta gert það þá vantar okkur sjálfboðaliða til að hjálpa til þannig að allir sem nenna því eru beðnir um að kom sér í samband við mig.
Það er einnig smá fyrirvari um leyfi, en það kemur í ljós síðdegis á morgun.
Svæðið opnar kl. 9:00
Mæting í síðasta lagi kl. 10:30
Skoðun hefst kl. 10:00 og er lokið kl. 11:00
Æfingaferðir hefjast kl. 11:00
Tímatökur hefjast kl. 11:30
Uppröðun kl. 12:30
Keppni hefst kl. 13:00
Verðlaunaafhending verður svo að lokinni keppni.
Hægt er að skrá sig til keppni á netfang
baldur@foo.is , einkapósti á kvartmila.is spjallinu eða síma 8660134 nú eða bara á æfingunni á föstudag.
Það sem þarf að koma skýrt fram er nafn, kennitala, heimilisfang, ökutæki, símanúmer og flokkur sem á að keppa í.
Skráningu líkur á föstudagskvöld kl. 22:00
Bílar sem ekki eru á skrá verða að framvísa öryggisskoðunarvottorði frá Aðalskoðun þar sem Kvartmíluklúbburinn er með samning um að prófað verði bremsur og stýrisgangur. Þeir sem búa í sveitinni geta samið við viðkomandi skoðunarstöðvar um bremsu og stýristest.
Þeir sem eru með bíla sína á númerum og tryggða skulu koma með tryggingaviðauka sem gildir á kvartmílubrautinni.
Þeir sem eru yngri en 18 ára þurfa að framvísa leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum.