Author Topic: Krúser kynnir: 1976 og 1980 Corvette (báðar til sölu)  (Read 4278 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Bílaklúbburinn Krúser heldur áfram sem aaaaaaldrei fyrr, að sýna nýinnflutta, eða bíla sem ekki hafa sést lengi á fimmtudagskvöldum að Bíldshöfða 18.

Næstkomandi fimmtudagskvöld eða þann 26. Júlí kl: 20:00  mun Krúser sýna, tær glæsilegar Corvettur.[/b] fluttar inn sl. vetur.

Þess má geta að bílarnir eru BÁÐIR til sölu, þannig að það er um að gera að grípa með sér seðlabúntinn.
Ef það er ekki til staðar þá taka eigendurnir glaðir eiginkonur OG dætur þeirra í pant og fá að sjálfsögðu frí afnot á meðan!

Fyrri bíllinn er nýsprautuð, svört 1976 Corvette, á nýjum felgum og dekkjum. Bíllinn er með nýlega upptekinn 350 mótor og 400 skiptingu. Bíllinn er í toppstandi og myndi sjálfur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, vera stoltur af að aka í svoleiðis vagni.

Seinni vagninn er einnig Corvette en af 1980 árgerð. Þessi eðalvagn er einnig nýsprautaður, á nýjum felgum og dekkjum og með nýlega upptekna 350 vél og 350 skiptingu. Þessi eðalgripur er einnig í toppstandi.


Mynd af þeim:



Skora á alla að mæta sem sjá sér það fært! :wink:

Um 21:30 verður síðan tekinn rúntur í bæinn, en það verður auglýst á staðnum, og fer að sjálfsögðu eftir veðri.

Nú fer sumar að halla undan fæti og um að gera að láta sjá sig á rúntinum, bílar MEGA blotna! 8)

Glimrandi tónlist í anda sjöunda og áttunda áratugarins, og fyrir slikk er hægt að fá ískalt CocaCola og súkkulaði með til að seðja hungrið.

Sannir bílaáhugamenn láta sig ekki vanta á þetta! Hvar verður þú??

Með kveðju,
Krúser-hópurinn
komnir til að vera.
Bíldshöfða 18.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline motors

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 944
  • * Plymouth Valiant V8 1975*
    • View Profile
Krúser kynnir: 1976 og 1980 Corvette (báðar til sölu)
« Reply #1 on: July 28, 2007, 23:24:02 »
Eru ekki til myndir af Krúsers rúnti 26.júlí?,mætingin var fín,flottur rúntur. :)
.
                   Birgir Ellertsson
                     
Plymouth Valiant Brougham 2drht, V8  árg 1975.

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Krúser kynnir: 1976 og 1980 Corvette (báðar til sölu)
« Reply #2 on: July 28, 2007, 23:38:35 »
Hrikalega góð mæting, hinsvegar tók ég engar myndir.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline 57Chevy

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 405
    • View Profile
Krúser kynnir: 1976 og 1980 Corvette (báðar til sölu)
« Reply #3 on: July 29, 2007, 14:07:42 »
Ég taldi 52 bíla niðri á N1 áður en við fórum af stað á rúntinn.
Guðsteinn Oddsson
57Chevy210 2door Sedan (Project on long hold)
91Ford Econoline 38" (Ferðabíll)
78 TRANS AM Platinium Grey
78 Nova Custom (Feðgaprojectið)
80 Trans Am (Project on hold)