Hjá Atlantsskipum, í Janúar lenti ´77-´78 Firebird sem ég hef ekki séð síðan, en leit út fyrir að vera ágætis efniviður.
Rakst síðan á ´77 Trans Am (skv. VIN#) bíl í Njarðvík í lok Maí/byrjun Júní, þar sem verið var að sprauta, búið að mála föls og var þokkalegur, en átti eftir að mála meira og var með T-top. Bíllinn hafði verið tollafgreiddur/forskráður í Febrúar og er ekki ennþá (í dag) nýskráður.
Þekkir einhver meira til hans?
Mjög líklega sami bíll og stóð hjá Atlantsskipum?
Mynd af bílnum hjá Atlantsskipum
Síðan sá ég á Selfossi sl. föstudagsmorgun á dóli eftir Austurveginum mattsvartan ´70-´73 Pontiac Firebird, með formula húdd og enga spoilera.
Kann einhver skil á þessum bíl? 