Eitt sem ég var að spá í...þurfa gallar ekki annaðhvort að vera heilir eða þá 2 piece galli þar sem jakkinn og buxurnar eru renndar saman?
Það að vera í stökum jakka er ekki besta vörnin þar sem líkur eru á að ef viðkomandi renni með lappirnar á undan að þá flettist jakkinn upp um hann ef eitthvað gefur sig.
Og eins að það er ekki að sjá á þessari mynd að hann sé í neinu innanundir buxunum, ættu að vera mikið strektari um hann en þær eru og formast öðruvísi en þær gera þarna, td um mittið og afturendann.
Og ef það er einhver vafi þá já ég er hjólari og JÁ ég veit um dæmi þar sem að maður keppti á brautinni í peysu en ekki leðurjakka, sagðist vera í jakka innanundir en hann var það ekki og það var ekki tékkað.