Author Topic: Death Proof..  (Read 6845 times)

AlliBird

  • Guest
Death Proof..
« on: July 21, 2007, 15:36:12 »
Taladi um góðar bílamyndir þá mæli ég hiklaust með Death Proof.
Vanishing Point,- Bullitt,- The Car- hvað....  þessi slær þeim öllum við.
Frábært Charger/ Challanger einvígi og flott stunt..

(bara dáldið sárt að horfa uppá hvernig er farið með bílana  :( )



Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Death Proof..
« Reply #1 on: July 21, 2007, 17:57:44 »
Það er spurning hvort við fjölmennum í bíó eftir (æfinga) keppni á laugardaginn. Það er hægt að athuga hvort félagsmenn geti ekki fengið einhvern díl.

Hvað segiði við þessu.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

AlliBird

  • Guest
Death Proof..
« Reply #2 on: July 21, 2007, 18:44:33 »
Hljómar vel,- til er ég að sjá hana aftur.

Spurning hvort kvartmílumenn og Krúserar slái saman í hóp og mæti á Tryllitækjunum.
Það væri allavega góð auglýsing fyrir myndina.

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Death Proof..
« Reply #3 on: July 25, 2007, 01:05:13 »
Var að koma heim af þessari snilldarræmu! 8)

Þetta er klárlega ein af þeim myndum sem fara á toppinn hvað varðar bílamyndir. ´70 Novan, ´69 Chargerinn, og ´70 Challengerinn  og myndinn í heild sinni, þetta er eitthvað sem enginn bíladellukall ætti að missa af!

Eins og Alli benti á.. einvígið milli Charger og Challenger undir lokin var alveg magnað! Sá tvær vel reyndar kvartmílu kempur á leiðinni út úr salnum undir lokin, er ekki frá því að annar þeirra (mikill MOPAR maður) hafi verið með lítið tár í vanga eftir einvígið mikla á milli Challenger og Charger. :lol: :wink:

Þetta er mynd sem ég hreinlega ætla að sjá aftur! :shock: 8)
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Damage

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 593
    • View Profile
Death Proof..
« Reply #4 on: July 25, 2007, 01:11:25 »
fór á þessa um daginn og vá hvað þetta er geðsjúk mynd
ætla pottþétt að sjá hana aftur og ekkert smá hvað novan og chargerinn hljómuðu ruddalega í henni
Hafsteinn
1992 Toyota Mr2 Turbo 3S-GTE

Offline ingvarp

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 633
  • There's no tomorrow!
    • View Profile
    • Flickr
Death Proof..
« Reply #5 on: July 25, 2007, 09:04:17 »
er ekki hægt að hafa bara þannig að spjallverjar kk og krúsers geta komið á myndina á laugardaginn en ekki BARA fullgildir meðlimir í klúbbnum  :oops:  mig langar að sjá hana  8)
Ingvar Pétur Þorsteinsson

www.flickr.com/photos/ingvarp

UNDERSTEER is when you hit the wall forwards.
OVERSTEER is when you hit the wall backwards.
HORSEPOWER is how fast you hit the wall.
TORQUE is how far the wall moves after you hit it.

Offline chewyllys

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 132
    • View Profile
Death Proof..
« Reply #6 on: July 25, 2007, 10:47:40 »
Frábær ræma,flottir bílar og mega beib. Enhver á rás tvö,(svona menningar veðurviti)gaf henni eina stjörnu og kvartaði undan lélegri klipingu og rispuð filma !!! mintist ekkert á frábær bílaatriði og góðan húmor,ég vorkenni svona fólki.
Björn V.   #794
ChevyBenz. 13.36@105 mph.
3525 lbs.

AlliBird

  • Guest
Death Proof..
« Reply #7 on: July 25, 2007, 16:59:08 »
Léleg klipping og rispuð filma... - það er viljandi gert.
Myndin á að virka eins og 70- ogeittvað.

Dettur meira að segja í svarthvítt stundum,- þetta er bara flott.

Offline chewyllys

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 132
    • View Profile
Death Proof..
« Reply #8 on: July 25, 2007, 17:42:59 »
Nákvæmlega,hann sagði orðrétt"eins og klipt með gömlum eldhússkærum" :!: . Nei maður spyr sig,hvurs eigum við að gjalda sem dýrkum þetta sport,okkur er bannað að keyra og keppa á okkar eiginn braut,svo kemur loksins alvöru bílamynd á markaðinn,þá er hún rökkuð niður í beinni útsendingu á útvarpi allra landsmanna :roll:
Björn V.   #794
ChevyBenz. 13.36@105 mph.
3525 lbs.

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Death Proof..
« Reply #9 on: July 26, 2007, 01:06:02 »
Kvartmíluklúbburinn ætlar að bjóða starfsfólki sínu á myndina sunnudaginn 29. júli kl 17:20 Þar sem krúser og kk leiða saman hesta sína.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Libero

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
Death Proof..
« Reply #10 on: August 19, 2007, 15:48:28 »
ok, mér fannst þetta allveg hrein hörmuleg mynd í alla staði, fyrir utan bílana, var ekki að fíla þessa rispuðu filmu og djöfull var það pirrandi þetta svart/hvíta. Ég hef bara aldrei fílað Tarantino, fór á þessa mynd o vonaðist eftir hasar og svakalegug bílaatriðum en þá er bara 85% af myndinni tal. Ef bíla atriðið rétt fyrir hlé hefði ekki komið þá hefði ég gengið út af þessari mynd.
Fannst bara vanta einn til að skíta yfir þessa mynd.
hún er hundleiðinleg og ég sé mikið eftir peningunum sem fóru í hana.

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Death Proof..
« Reply #11 on: August 19, 2007, 17:34:35 »
Já... Death Proof... Ég hef farið tvisvar á hana og langar aftur. Tarantino er einn mesti snillingur sem komið hefur fram á sjónarsviðið. Umdeildur að vísu og oft talinn ofmetinn, en það er bara eitthvað við myndirnar hans sem gera þær alveg hrikalega góðar, sögufléttan, klipping tónlist, leikarar, grefur t.d upp löngu gleymdar stjörnur, t.d. Pam Grier í Jackie Brown, og hver man ekki eftir John Travolta? Hann væri líklegast búinn að setjast að í sveitaþorpi í Noregi ef að Tarantino hefði ekki fengið hann í Pulp Fiction. Gott dæmi með Death Proof, æðisleg blanda af öllu, hrikalega gaman að klippingunni og hvernig hún er látinn vera B mynd í hæsta gæðaflokki, að ekki sé minnst á allar "skonsurnar" sem prýða myndinna, tónlistinn er hreint út sagt fokking geðveik (afsakið orðbragðið) og bílarnir.... úfff.. varla hægt að koma orðum að þessu. Að sjá ´70 Challenger og ´69 Charger í verulega brútal bílaeltingarleik síðastu 20 mínúturnar er eitthvað sem fær "fermingarbróðirinn" til rísa HÁTT! (ekki langt :lol: ) Gaman að myndum þegar þær eru aðeins öðruvísi og hvað sumir leikstjórar eru tilbúnir að taka mikla áhættu með það. 8)
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline motors

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 944
  • * Plymouth Valiant V8 1975*
    • View Profile
Death Proof..
« Reply #12 on: August 19, 2007, 21:45:33 »
Sammála libero þvílíkt kjaftæði sem þessi mynd er blóð út um allt og hauslausir búkar,og kalla þetta rugl bílamynd þó sjáist glitta í 2-3 ameríska bíla,nei góðar bílamyndir eiga ekkert skylt við þessa þvælu,og að sjá þessa hörmung 2-3 sinnum hvað er að? :shock:
.
                   Birgir Ellertsson
                     
Plymouth Valiant Brougham 2drht, V8  árg 1975.

Offline Siggi H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Death Proof..
« Reply #13 on: August 19, 2007, 21:53:36 »
ég ætlaði að skella mér á Death Proof þar seinustu helgi þegar ég var í bænum, en nei nei þá var bara uppselt á hana..

en ég skellti mér á hina nýju myndina eftir Tarantinoinn, Planet Terror! jesús hvað þessi mynd var mikil snilld. mæli HIKLAUST með henni ef þið eruð Tarantino fans.
Kv. Sigurður Helgason

MMC Lancer 1.3 GLXi '99
Kia Sorento 2.5 EX Diesel '07
Mercedes Benz C230 Kompressor Sport '03

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Death Proof..
« Reply #14 on: August 19, 2007, 21:54:45 »
Death Proof er algjör snilld.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Libero

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
Death Proof..
« Reply #15 on: August 19, 2007, 22:52:46 »
Planet Terror er ekki Tarantino mynd!!!
Heldur er hún Robert Rodriguez mynd og hann er snillingur, hef reyndar ekki séð þessa mynd en vona að það litla sem Tarantino gerði fyrir þessa mynd hafi ekki eyðilagt hana.

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Death Proof..
« Reply #16 on: August 20, 2007, 00:05:18 »
Quote from: "motors"
Sammála libero þvílíkt kjaftæði sem þessi mynd er blóð út um allt og hauslausir búkar,og kalla þetta rugl bílamynd þó sjáist glitta í 2-3 ameríska bíla,nei góðar bílamyndir eiga ekkert skylt við þessa þvælu,og að sjá þessa hörmung 2-3 sinnum hvað er að? :shock:


Bíddu... hvað voru margir bílar í myndinni? Hvað af þeim voru margir gamlir amerískir? Fáir sem myndu kalla þetta alvöru bílamynd, en gaman að þessum gömlu bílum sem voru í myndinni, Novunni, Mustanginum, Chargernum og Challengernum. Ekki oft sem slíkir bílar spila stórt hlutverk í myndum nú til dags.

...og það að segja að eitthvað sé að, þegar ég segi að mér finnist myndin góð, og hafi séð hana tvisvar og langi til að sjá hana aftur, sýnir bara mikinn vanþroska á hugsun hjá þér. Jájá, þér finnst myndinn ekki góð, það er þín skoðun og gott mál, en það er spurning um að virða skoðanir annara og kyngja þeim, en ekki hrauna yfir þær eins og smákrakki. :roll:
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Damage

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 593
    • View Profile
Death Proof..
« Reply #17 on: August 20, 2007, 01:13:03 »
Quote from: "Libero"
Planet Terror er ekki Tarantino mynd!!!
Heldur er hún Robert Rodriguez mynd og hann er snillingur, hef reyndar ekki séð þessa mynd en vona að það litla sem Tarantino gerði fyrir þessa mynd hafi ekki eyðilagt hana.

planet of terror er versta "hryllingsmynd" sem ég hef séð.
þessi mynd ætti að fara í sama flokk og simsons
Hafsteinn
1992 Toyota Mr2 Turbo 3S-GTE

Offline Siggi H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 504
    • View Profile
Death Proof..
« Reply #18 on: August 20, 2007, 01:54:56 »
það er nefnilega málið... mér fannst Planet Terror algjör snilld varðandi splatterýið, þetta var svo hrikalega fyndið! enda er það pointið með myndinni. :lol:
Kv. Sigurður Helgason

MMC Lancer 1.3 GLXi '99
Kia Sorento 2.5 EX Diesel '07
Mercedes Benz C230 Kompressor Sport '03

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Death Proof..
« Reply #19 on: August 20, 2007, 09:57:27 »
ég veit ekki hvað mér á að þykja um death proof, ég var næstum gengin út í fyrri partinum, en seinni parturinn var góður
ívar markússon
www.camaro.is