Author Topic: Kapelluhraun  (Read 1991 times)

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Kapelluhraun
« on: July 17, 2007, 22:26:42 »
Fann þetta á hafnarfjordur.is:
6. SB040770 - Kapelluhraun - svæði fyrir akstursíþróttir o.fl.
Teknar fyrir að nýju hugmyndir varðandi akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauni. Lagðar fram athugun Línuhönnunar á hljóðvist, drög staðardagskrárfulltrúa að matslýsingu um umhverfismat deiliskipulagsins, og innkomnar umsagnir Fornleifaverndar (22.02.07), Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (14.06.07), Landsnets (27.02.07), Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðisins (25.01.07), umhverfisnefndar (30.05.07) og Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar (12.06.07) um deiliskipulagið.

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna drög að umsögn um innkomnar umsagnir nefnda og hagsmunaaðila.

7. 0706158 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting á akstursíþróttasvæði
Tekin fyrir að nýju tillaga um að heimila breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar raflínur og strengi á akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauni. Lagt fram kostnaðarmat skipulags- og byggingarsviðs. Á síðasta fundi var samþykkt að heimila skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauni, þar sem raflínur yfir svæðið verði lagðar í jarðkapal.

Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar/bæjarráðs:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að heimila skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagsi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauni, þar sem raflínur yfir svæðið verði lagðar í jarðkapal."

Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokks óskar eftirfarandi bókunar: "Raflínur á Völlum verði teknar fyrir í heild sinni varðandi lagnir í jörðu og tekið verði tillit til athugasemda Landsnets dags. 27.02.2007."
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Kapelluhraun
« Reply #1 on: July 18, 2007, 16:17:50 »
Snilld sem sé komið samþykki fyrir svæðinu  :P

TIL HAMINGJU ALLIR  :!:   :!:   :!:   :!:
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Klaufi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
Kapelluhraun
« Reply #2 on: July 18, 2007, 17:31:20 »
Svalt, Voru komnar upp "hugmyndateikningar?"
M.Benz W203 C230Kompressor Sport '05 - Situr og bíður!
Toyota Land Cruiser Bj42 38" - Situr líka og bíður..
Leiktæki:
Eyfwagen Buggy '07
Kawasaki Kx 250 '01


Eyfimum@gmail.com
690-2157