Fann þetta á hafnarfjordur.is:
6. SB040770 - Kapelluhraun - svæði fyrir akstursíþróttir o.fl.
Teknar fyrir að nýju hugmyndir varðandi akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauni. Lagðar fram athugun Línuhönnunar á hljóðvist, drög staðardagskrárfulltrúa að matslýsingu um umhverfismat deiliskipulagsins, og innkomnar umsagnir Fornleifaverndar (22.02.07), Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (14.06.07), Landsnets (27.02.07), Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðisins (25.01.07), umhverfisnefndar (30.05.07) og Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar (12.06.07) um deiliskipulagið.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna drög að umsögn um innkomnar umsagnir nefnda og hagsmunaaðila.
7. 0706158 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting á akstursíþróttasvæði
Tekin fyrir að nýju tillaga um að heimila breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar raflínur og strengi á akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauni. Lagt fram kostnaðarmat skipulags- og byggingarsviðs. Á síðasta fundi var samþykkt að heimila skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauni, þar sem raflínur yfir svæðið verði lagðar í jarðkapal.
Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar/bæjarráðs:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að heimila skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að breytingu á Aðalskipulagsi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 hvað varðar akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauni, þar sem raflínur yfir svæðið verði lagðar í jarðkapal."
Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks óskar eftirfarandi bókunar: "Raflínur á Völlum verði teknar fyrir í heild sinni varðandi lagnir í jörðu og tekið verði tillit til athugasemda Landsnets dags. 27.02.2007."