Bestu rönnin hjá mér á ONNO voru:
12.617 @ 116.57
12.731 @ 116.27
12.613 @ 115.67
Eins og áður hefur komið fram er þetta á 19" götudekkjum á lágum prófíl,
30 pund í dekkjunum.
Maður er heldur ekki alveg orðinn rútíneraður í þessu míludæmi - þetta
var 3 skiptið sem ég mæti.
Störtin hjá mér eru ekki góð - þarf að vinna í þeim.
Gæti prufað önnur dekk og svo að hækka bílinn að aftan og mýkja
fjöðrunina - hann er helvíti stífur og fer bara beint í spól.
Þessir bílar eru heldur ekki beint þekktir fyrir að vera þeir bestu til að ná
hröðu starti frá kyrrstöðu.
Bíllinn hefur ekki verið dynomældur í núverandi útgáfu.
Fyrsta útgáfan, þe. stock mótor með blásarakitti, var 570hp við sveifarás
og 708 Nm tog. Þetta setup fór í mauk fljótlega (sprungin blokk og brotinn
stimpill). Þá var farið í slífaða blokk, þrykkta stimpla og þjappan lækkuð
örlítið. Eina mælingin sem ég hef eftir að þetta var gert eru G-tech
mælingar sem sýndu best 630hp. Veit ekki hvað það er nákvæmt þannig
að ég læt nægja að skjóta á að hann sé ca. 600hp við sveifarás.
Menn geta lesið meira um bílinn hér:
http://www.cardomain.com/ride/2417213/1http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=11326