Sæll ungi forvitni
Turbo er ekkert flókið í grófum dráttum, en turbo byggist upp á því að þjappa saman lofti inn á vélina til að geta fengið meira bensín inn á vélina og þar af leiðandi meiri sprenginu.
Turbína er með spaða í loftinntakinu og í útblástrinum, semsagt útblásturinn knýr áfram turboinn, ólíkt keflablásara, en það er önnur útgáfa.
Því meira sem kemur úr útblæstrinum, því meira loft þjappar hinn spaðinn inn á loftinntakið, og þannig virkar það nú
Turbo er yfirleitt ekki langt frá loftinntaki og svo aftur á móti útblæstri. Það er bara mismunandi eftir bíltegundum.
Ég er nokkuð viss um að ég fari með rétt mál í öllu því sem ég hef skrifað, en ég mæli með
www.wikipedia.comKeflablásari = Supercharger (notað í ameríska bíla)
Túrbína = Turbo
Verði þér af góðu