Þetta er eins og að taka lítið (djúpt) eða stórt (grunnt) tillhlaup. ´
Ef maður stillir upp grunnt þá er bíllinn lengur að fara í gegnum ljósin og það eykur viðbragðstímann að því gefnu að allar aðrar breytur séu konstant. En um leið lækkar það e.t. og eykur endahraða vegna þess að tímatakan hefst þegar framdekkið rúllar út úr geislanum. Sé stillt upp grunnt þá er bíllinn kominn á meiri ferð, þ.e.a.s. stórt tillhlaup. Að stilla upp grunnt virkar bara ef maður nær lágum viðbragðstíma vegna þess að sá vinnur sem fer fyrstur yfir endamark, sem er ekki endilega sá sem er með lægri e.t.
Það er talsverð áhætta í því fólgin að stilla upp djúpt en ávinningurinn er að maður er nær endamarkinu í byrjun. Ef að framdekkinn eru stór að ummáli þá getur borgað sig að stilla upp djúpt en hafa skal í huga að ef bíllinn situr lágt þá getur hluti yfirbyggingar eða undirvagns sett ljósin af stað.
Í stuttu máli: Grunn uppstilling eykur viðbragðstíma, minnkar e.t. og eykur endahraða og er besta aðferðin fyrir byrjendur. Djúp uppstilling minnkar viðbragðstíma, eykur e.t. og dregur úr endahraða (vegna þess að tillhlaupið er styttra). Að auki er hættan á rauðljósi meiri við djúpa uppstillingu.
Err