En hvað var samt að gerast milli kl 13, þegar keppnin átti að hefjast og rúmlega hálf þrjú þegar keppnin svo hófst?
Ekki koma með svona 'vilt þú ekki bara gera þetta', ég er bara að velta fyrir mér hvað tók svona langan tíma...
Það seinkaði öllu.. Skoðanir á bílum tóku lengri tíma en áætlað var, æfingar hófust kl. 11:30 c.a... tímatökur 12:30.. og svo þurfti að raða upp eftir tímatökur.. Þetta var mest megnis vegna þess að við í turni vorum að "halda" okkar fyrstu keppni, tek alveg stóran hluta af þessu á mig
En það voru bílar að keyra næstum allan tíman sem vonandi dugaði til að skemmta áhorfendum eitthvað..
En við vorum nú samt ekki nema svona hálftíma að raða upp.. Byrjaði keppni ekki um 14:00 ?
Þetta mun vonandi ganga betur næst.. Þar sem núna veit maður smá útá hvað þetta gengur.. Í fyrra pikkaði ég bara á tölvuna, þurfti ekkert að skipta mér að keppnishaldi sem slíku
Vonandi leiddist engum og þetta mun ganga hraðar fyrir sig næst... Og þessi bil milli ferða verður styttri.. Þurfum að fara öðruvísi að því.. En hins vegar hefði þetta gengið mun hraðar fyrir sig ef við hefðum haft svona 3-4 fleiri í vinnu