Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Valli Djöfull:
Nú er komið að því!
Kvartmílukeppni verður haldin laugardaginn 23. Júní en varadagur er sunnudagurinn 24. Júní..
Hægt er að skrá sig í hana á netfang vallifudd@msn.com , einkapósti hér á kvartmila.is spjallinu eða síma 8997110 á milli 20 og 22 miðvikudagskvöldið 20. Júní og fimmtudagskvöldið 21. Júní.
Það sem þarf að koma skýrt fram er nafn, kennitala, heimilisfang, tæki, símanúmer og flokkur sem keppa skal í.
Mail og einkapóstur er mikið þægilegra en sími.
Keppnisgjald er 2500 kr.
Skráningu líkur á föstudagskvöld kl. 22:00, semsagt hægt að skrá sig á æfingunni 8)
Keppnistæki sem ekki eru á skrá verða að framvísa öryggisskoðunarvottorði frá Aðalskoðun þar sem Kvartmíluklúbburinn er með samning um að prófað verði bremsur og stýrisgangur. Þeir sem búa í sveitinni geta samið við viðkomandi skoðunarstöðvar um bremsu og stýristest.
Þeir keppendur sem eru með bíla sína á númerum og tryggða skulu koma með tryggingaviðauka sem gildir á kvartmílubrautinni.
Þeir keppendur sem eru yngri en 18 ára þurfa að framvísa leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum.
Valli Djöfull:
Á þriðjudagskvöld þegar ég rita þetta eru skráðir:
4 x OF
1 x 13,90
1 x SE
2 x mótorhjól
2 x GT
Ágætt á einu kvöldi :)
Óli Ingi:
Hvað gerir maður í sambandi við þetta vottorð um tæki sem er ekki á skrá þegar græjan kemst ekki einu sinni á bremsutestaran því hun er svo mjó, og ekki nóg með það svo þegar menn eru með alvöru læsingu í drifinu hjá sér, eins og t.d. spólu þá þíðir ekkert einu sinni að setja hann í testaran því keflin fara á stað fyrst öðru megin og það gengur ekki því þá myndi hann bara skjóta honum af testaranum! og skoðunarmenn vita ekkert í sinn haus hvernig vottorð skal útbúa fyrir svona tæki, allaveg herna norðan heiða........bara koma þessu að...
Bc3:
ef þækið er ekki með skoðun þá þarftu að vera i OF og standast skoðunakröfurnar sem þeir fara framm á ss KK
Óli Ingi:
Þó ég sé nú nýliði þá átti ég mig nú á því að ég á að fara í OF....Held að dragster eigi nu hvergi heima nema í OF :roll: ....allvega skráði ég mig þar, talað er um að maður þurfi að sýna vottorð frá frumherja um að stýrisgangur og bremsur sé í lagi, fyrir þau tæki sem ekki eru á skrá, að KK sé með einhvern samning við frumherja um að prófa stýrisgang og bremsur, og dragginn hjá mér kemst ekki á bremsutestarann, er of mjór og er með spólulæsingu sem þíðir að testarinn myndi skjóta honum af því annað keflið fer á stað á undan hinu, og klóruðu menn hér útá landi sér bara í hausnum líka yfir því hvernig vottorð þeir ættu að gefa út fyrir þetta, hélt bara að KK myndi skoða þetta og fara yfir, og t.d. dragginn hjá mér verið oft skoðaður af KK og er þetta græja sem hefur sjálfsagt rönnað hvað mest á brautinni af þessum OF tækjum...
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version