Ég keypti einu sinni camaro 74 hjá sölunefnd v. hann hafði staðið úti í porti hjá þeim í skeifunni í einn vetur, húddið var opið frá því haustinu áður, sjálfsagt frá einhverju uppboðinu og engin verið að spá í því að loka húddinu eftir að búið var að kíkja oní, en ég fékk hann fyrir 5þ. kall , og þetta var árið ´87. ég hirti úr honum vél og skiptingu og ¨henti restinni¨já drengir í þá daga voru einfaldlega til nóg af bílum og á góðu verði og í einfeldni hélt maður að svona yrði þetta bara áfram.En til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós þegar vélin var rifin að cylindrar voru illa riðgaðir frá því að hafa fengið inná sig regn vatn í heilan vetur.Svo ég held að Plymouth sé með illa ryðgaða cylindra og ósaða stympla . ....eftir 50 ár !. og hugsið ykkur drifið þann hluta sem stóð upp úr olíunni eða skiptinguna . gaman verður að sjá.