Author Topic: Ford GT í tjóni á Akureyri!  (Read 8987 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« on: June 14, 2007, 17:04:53 »
http://www.brimborg.is/Lestu-frettirnar/~/NewsID/772

Quote from: "www.brimborg.is"

Umtalsvert tjón á ofursportbílnum Ford GT á Akureyri

Í dag, 14. júní, varð sá óheppilegi atburður að Ford GT sportbíl Brimborgar var ekið útaf og utan í umferðarskilti á Akureyri er starfsmaður Brimborgar var að ferja bílinn í þrif fyrir sýningu á bíladeginum á Akureyri þann 17. júní. Sem betur fer urðu ekki slys á fólki.

Ford GT sportbíllinn var meðal annars fluttur hingað til lands í þeim tilgangi að beina sjónum ökumanna að þeirri ábyrgð sem þeir bera sem stjórnendur ökutækis í umferðinni. Hefur Brimborg frá upphafi lagt áherslu á markmið sitt í þessu sambandi undir slagorðinu „Beislum kraftinn af ábyrgð“.

Brimborg hefur frá upphafi viðhaft mjög skýrar reglur um notkun Ford GT enda er hér um að ræða ofuröflugan og léttan sportbíl með yfir 500 hestafla vél, sem aka þarf með sérstakri varúð. Í umræddri ökuferðvar ekki um hraðakstur að ræða heldur vankunnáttu á því gríðarlega afli sem bíllinn býr yfir, og vanmat á þeim aðstæðum sem fyrir hendi voru. Að þessu sinni var krafturinn því miður ekki beislaður af ábyrgð – með öðrum orðum nægilegri varfærni sem nauðsynleg er þegar um bíl er að ræða sem maður þekkir ekki og er að aka í fyrsta sinn. Ökumanni bílsins, starfsmanni Brimborgar, hefur þegar verið boðin áfallahjálp.


Reykjavík, 14. apríl 2007.

Egill Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Brimborgar
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #1 on: June 14, 2007, 17:14:41 »
Shit :(
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #2 on: June 14, 2007, 17:16:56 »
Í hvað bónstöð var hann eiginlega að fara??

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #3 on: June 14, 2007, 17:32:38 »
...hann fór smá "detour" hvað er þetta :-$ hver myndi ekki taka einn skver um bæjinn ef hann fengi svona græju. :spol:
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #4 on: June 14, 2007, 18:11:41 »
já þetta er nú frekar fúlt  :evil: er þetta ekki í 3-4 skifti sem einhverjir sölumen stórtjóna bíla sem að þeir eru með í (láni) :roll:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #5 on: June 14, 2007, 18:26:34 »
„Beislum kraftinn af ábyrgð“  :lol:  :lol:
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #6 on: June 14, 2007, 18:30:39 »
mér finnst samt gott hjá Brimborg að verja ökumanninn , hversu mörg umboð eða fyrirtæki virkilega eru að fyrirgefa starfsfólkinu í stað þess að afneita því þegar illa fer.

ég tek hatt ofan af fyrir brimborg og klappa fyrir þeim.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #7 on: June 14, 2007, 18:49:04 »
það er ekki þar með sagt þótt að forstjórinn blási sápúkúlur í fjölmiðlum að gerandi fái ekki tiltal
ívar markússon
www.camaro.is

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #8 on: June 14, 2007, 18:56:11 »
hvað með það þó að hann fái tilkall eða er beðinn að segja upp eða tryggingarfélag höfðar mál gegn geranda , málið snýst um að þetta lookar vel út á við.

svo hefðu þeir geta alveg eins sleppt að tilkynna að bílinn hefði tjónast og fengið viðgerð innan hús og haft þagnaðaskyldu á öllu kringum þetta og engin hefði vita neitt eða voða fáir.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #9 on: June 14, 2007, 19:08:11 »
Quote from: "Racer"
hvað með það þó að hann fái tilkall eða er beðinn að segja upp eða tryggingarfélag höfðar mál gegn geranda , málið snýst um að þetta lookar vel út á við.

svo hefðu þeir geta alveg eins sleppt að tilkynna að bílinn hefði tjónast og fengið viðgerð innan hús og haft þagnaðaskyldu á öllu kringum þetta og engin hefði vita neitt eða voða fáir.
við erum nú á Akureyri það fréttist allt :lol: og svo voru nú nokkrir sema horfðu á þetta gerast [-X
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
tjón
« Reply #10 on: June 15, 2007, 00:13:00 »
Ekki gera vesen úr vandræðunum, laga bílinn strákar, það er flogið daglega á milli svo það er bara að panta varahluti og gera bílinn kláran, það er tryggilega til sprautukanna fyrir norðan.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #11 on: June 15, 2007, 00:44:09 »
Súðrið segir að undirvagninn sé FUBAR!
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline old and good

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
    • View Profile
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #12 on: June 15, 2007, 16:29:06 »
fínt að hirða þá motorinn bara úr greyinu fínasta vél svosem... svo getur klessandin hengt framstuðaran upp á vegg í stofuni til minningar
Bjarni - 6638508.
Trans Am 99'
KTM 250 02'

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Ökumaður
« Reply #13 on: June 19, 2007, 00:24:39 »
Hver var undir stýri? :D

Offline knútzen

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 9
    • View Profile
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #14 on: June 30, 2007, 04:32:14 »
eg fretti ad hann sami gaur hefdi lika rústad evo
prelude

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #15 on: June 30, 2007, 12:38:04 »
Quote from: "knútzen"
eg fretti ad hann sami gaur hefdi lika rústad evo
Var það þegar Brimborg var með MMC umboðið  :roll:
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #16 on: June 30, 2007, 12:38:05 »
Quote from: "knútzen"
eg fretti ad hann sami gaur hefdi lika rústad evo


ef satt er þá hlytur hann einga imprezu með þessa hæfileikja  :smt040
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Packard

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 0
    • View Profile
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #17 on: July 01, 2007, 00:28:19 »
Quote from: "nonnivett"
Quote from: "knútzen"
eg fretti ad hann sami gaur hefdi lika rústad evo
Var það þegar Brimborg var með MMC umboðið  :roll:


Brimborg hefur aldrei verið með MMC.Hjá Heklu h/f síðan 1979
Sigurbjörn Helgason

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #18 on: July 01, 2007, 00:42:44 »
Quote from: "Packard"
Quote from: "nonnivett"
Quote from: "knútzen"
eg fretti ad hann sami gaur hefdi lika rústad evo
Var það þegar Brimborg var með MMC umboðið  :roll:


Brimborg hefur aldrei verið með MMC.Hjá Heklu h/f síðan 1979


Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Kiddicamaro

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 500
    • View Profile
Ford GT í tjóni á Akureyri!
« Reply #19 on: July 01, 2007, 21:45:36 »
:lol:
Kristinn Jónsson
Pontiac Firebird 1967