Sælir félagar.
Ekki datt mér í hug að það ætti fyrir mér að liggja að fara að skipta mér af þessum málum aftur, en svona er lífið.
Það er ekki gaman þegar einstaklingar og/eða félagasamtök fara að reyna að leika guði, en hér virðast vera einhverjir sem að eru að reyna það, og ekki gengur betur í þeirri umræðu en að þeir þurfa aðfá sína fjölskyldu, frændgarð og samverkamenn til að skrifa fyrir sig.
Kannski ættum við að segja moka yfir skítinn eftir sig þegar allt er komið í óefni.
LÍA hefur reynt að kúga akstursíþróttafélög á Íslandi til hlýðni við sig svo lengi sem ég man eftir, og ég var nú að vinna fyrir þá í nokkur ár þannig að ég ætti að vita þetta.
Það var ekki fyrr en árið 2000 að þetta komst í nokkuð eðlilegt horf, en þá var reglugerð um akstursíþróttir breytt til samræmis við stjórnarskrá og stjórnsýslulög.
LÍA linnti ekki látum fyrr en þeir höfðu fengið einkaleyfi á úthlutun keppnisleyfa aftur í sínar hendur og þá var byrjað að kúga aftur.
Umboðsmaður Alþingis hefur nú snúið þessu við og skikkað ráðneitið til að breyta reglugerðinni til samræmis við lög
Alltaf var vitnað í reglur FIA ef eitthvað var verið að segja en það verður að setja þær reglur fram á réttan og heiðarlegan hátt.
LÍA hefur meðal annars "lekið" því í lögreglu að Kvartmílubrautin standist ekki FIA staðla.
Það er rétt að brautin stenst ekki FIA staðla fyrir
ALÞJÓÐLEGA KEPPNI Í FLOKKUM ATVINNUMANNA! Um slíkt er ekki að ræða hér heima og þá eiga þessar reglur ekki við.
Og Já ég veit um hvað ég er að tala þar sem ég þýddi kvartmílureglurnar löngu áður en LÍA hafði nokkurn aðgang að þeim, þar sem Bandaríkin gengu ekki í FIA fyrr en Max Mosley var orðinn forseti FIA og það var 1991!
Allar reglur FIA yfir kvartmílu eru komnar frá Bandaríkjunum, sem sagt þaðan sem KK hefur tekið sínar reglur.
En við skulum fara aðeins inn á heimasíðu FIA “FIA.com” og lesa það sem stendur í krækjunni hér að neðan:
(Ég hef þýtt aðra hverja línu í því rauðletraða)
http://www.fia.com/resources/documents/206658873__Drag_Strip_Approval_a.pdf1: OBJECT
These Procedures, drawn up by the FIA Drag Racing
Commission and the FIA Circuits Commission, shall be
referred to by the FIA motor racing course inspectors when
deciding whether events held on the courses concerned may
be entered on the FIA International Calendar. To this end, they
may be used for initial guidance by course designers and
operators.
The specifi c requirements made of a course by the FIA
inspectors will be based on the study of the strip dossier by
the FIA and the adaptation of recommendations to each case
individually, in particular in consideration of past experience
gained in the case of an existing strip, or other special
circumstances in the case of a new strip.
These procedures apply to any drag strip used for an event
Þessar aðferðir gilda um allar spyrnubrautir sem notaðar eru í atburði
entered on the International Sporting calendar or within the
sem eru settir inn á alþjóða “Sporting” dagatalið eða innan ramma
framework of an FIA Championship, Cup or Trophy. Any drag
FIA meistarakeppna, bikar eða verðlauna. Allar spyrnubrautir
strip used for a national event must be inspected and approved
sem notaðar eru í landkeppni/móti verða að vera skoðaðar og samþykktar
by the ASN concerned or its authorised sanctioning body in
af viðkomandi landssambandi eða viðurkenndum leyfishafa
accordance with its national regulations and under its own
í samræmi við viðkomandi reglugerðir viðkomandi lands
responsibility.
og skulu vera á þeirra ábyrgð.Nú skal hver dæma fyrir sig en hjá mér er það klárt að LÍA/FIA er ekki eini aðilinn sem má viðurkenna brautir, og það viðurkenna þeir sjálfir með þessu.
Einnig viðurkenna þeir með þessu að þeir séu ekki eini aðilinn sem má standa að keppnum.
Enda þurfti FIA að láta af einokun sinni að kröfu Evrópusambandsins.
Þetta er það sem forráðamenn LÍA hafa ekki viljað að fólk og þar með löggjafinn vissi.
Svo ég noti nú orð forseta Íslands þegar hann sat á þingi, þar sem mér finnst LÍA hafa opinberað sitt “skítlega eðli” með þessum gjörningum sínum, og ættu að láta af því sem fyrst.
Já og til að svara því að KK megi ekki nota FIA reglur:
Gunnar hættu þessu gaspri og kynntu þér staðreyndirnar.
KK notar reglur: NHRA/IHRA/NMRA/NMCA og fleiri........
FIA notar þessar reglur líka með leyfi ofangreindra þar sem FIA hefur aldrei átt sínar eigin reglur um spyrnu.
FIA ræður ekki yfir neinu nema því mótorsporti sem þeir sjá sjálfir um að halda meistarakeppnir/landskeppnir í.
Tökum til að mynda Drift.
Hvernig er hægt að vera með FIA viðurkennda driftbraut þegar Drift er ekki til innan FIA?
Ég skora á alla að fara á:
http://www.fia.comfara í leitarvélina þeirra og skrifa inn “drift” eða “drifting” og sjá hvað kemur upp.
Fróðlegt ekki satt!