Það er þetta lið sem við erum að berjast við trúi ég, Ólafur Guðmundsson og Birgir Þór og flr. Þeir eru búnir að hreiðra um sig á réttum stöðum og klóra mönnum ótt og títt. Óli er ekki búinn að gefast upp á því að komast yfir Kvartmíluklúbbinn. Nú er bara draga andann og telja uppá 10 og vinna þetta mál á réttum stöðum.
Þeir voru að heiðra Sturlu í dag og þetta blogg sendi Birgir Þór frá sér.
Vonandi gerir Kristján það líka. Forsenda þess að samgönguráðherra gæti tekið umferðaröryggismál jafn föstum tökum og raun ber vitni er að umferðaröryggismál voru færð til ráðuneytisins í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það var gert að frumkvæði LÍA, Landssambands íslenskra akstursfélag. LÍA er aðili að FIA og frá árinu 1994 hefur FIA staðið að gagngeri breytingu á umferðaröryggismálum, ekki bara í mótorsport heldur einnig í almennri umferð. Fimm stjörnu bílar og fimm stjörnu vegir eru dæmi um það. Annað dæmi er umferðaröryggisárið og umferðaröryggisvikurnar. Sívaxandi skilningur stjórnmálamanna á því, að það er hægt að breyta umferðinni til hins betra, er vegna vinnu FIA og sérstaklega forseta sambandsins Max Mosley. Eins og áður sagði þá tók Sturla málið föstum tökum og ég vona svo sannarlega að Kristján geri það einnig, það er mikið verk óunnið.
Sturla Böðvarsson fékk heiðursverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt