Kvartmílan > Aðstoð
Turbo
Magnus93:
Ég held að howstuffworks hafi verið gagnlegast :idea: , en ég bjóst við því að kannski gæti einhver sagt mér aðeins frá þessu á íslensku. :oops:
P.s flott túrbína Belair
1965 Chevy II:
Baldur ,reddaðu manninum!
LexiHermanns:
Sæll ungi forvitni :D
Turbo er ekkert flókið í grófum dráttum, en turbo byggist upp á því að þjappa saman lofti inn á vélina til að geta fengið meira bensín inn á vélina og þar af leiðandi meiri sprenginu.
Turbína er með spaða í loftinntakinu og í útblástrinum, semsagt útblásturinn knýr áfram turboinn, ólíkt keflablásara, en það er önnur útgáfa.
Því meira sem kemur úr útblæstrinum, því meira loft þjappar hinn spaðinn inn á loftinntakið, og þannig virkar það nú :)
Turbo er yfirleitt ekki langt frá loftinntaki og svo aftur á móti útblæstri. Það er bara mismunandi eftir bíltegundum.
Ég er nokkuð viss um að ég fari með rétt mál í öllu því sem ég hef skrifað, en ég mæli með www.wikipedia.com
Keflablásari = Supercharger (notað í ameríska bíla)
Túrbína = Turbo
Verði þér af góðu :P
Tóti:
--- Quote from: "LexiHermanns" ---
Keflablásari = Supercharger (notað í ameríska bíla)
Túrbína = Turbo
Verði þér af góðu :P
--- End quote ---
Supercharger er ekki einungis keflablásari, og ekki einungis notað í ameríska bíla.
JHP:
--- Quote from: "LexiHermanns" ---
Keflablásari = Supercharger (notað í ameríska bíla)
Verði þér af góðu :P
--- End quote ---
Þú segir nokkuð :lol:
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version