Author Topic: Varúð vegna Paypal - Þjófar á ferð  (Read 2395 times)

Gizmo

  • Guest
Varúð vegna Paypal - Þjófar á ferð
« on: May 28, 2007, 21:08:31 »
Sælir allir, ég fékk email frá Paypal þar sem farið er fram á staðfestingu á VISA númeri, ásamt 3ja stafa kódanum á bakhliðinni og bankalykilnúmeri (pin).  Þetta virðist við fyrstu sýn vera frá Paypal en er EKKI !  Gætið ykkar ef þið fáið svona lagað.

Paypal síðan er með slóð sem byrjar á https (secure), en þetta rusl er venjulegt http.

Skoðið þetta; https://www.paypal.com/row/cgi-bin/webscr?cmd=xpt/cps/securitycenter/general/UnderstandPhishing

 
 Þetta er textinn, og ef maður smellir á linkinn þá kemur "heimasíða" paypal upp.

http://payjal-cmd.com/
 


You have 1 new Security Message Alert!


Resolution Center: Your account access has been limited.

Click here to remove the limitation
 


Thank you for using PayPal!

The PayPal Team

--------------------------------------------------------------------------------

PayPal Email ID: PP 826

Offline Spoofy

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 248
    • View Profile
Varúð vegna Paypal - Þjófar á ferð
« Reply #1 on: May 30, 2007, 13:33:53 »
Hiklaust forwarda allt svona á Spoof@paypal.com

Þeir leita þessa aðila uppi og gefa manni ráð um hvað skal gera við e-mail accountið eftir af hafa opnað svona mail.
I grow my own!

Offline Ingvar Gissurar

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 531
    • View Profile
    • Bloggið.
Varúð vegna Paypal - Þjófar á ferð
« Reply #2 on: May 30, 2007, 13:59:37 »
PayPal eða Ebay senda ALDREI frá sér svona pósta þar sem beðið er um staðfestingu á aðgangsorðum, kortum eða einhverju því tengdu þannig að ef eithvað þh. kemur á póstinn þá er pottþétt eithvað óreint mjöl í pokahorninu og full ástæða til að vera vel á varðbergi á eftir.
Þjófnaður á Ebay og Paypal aðgöngum er orðið þekkt vandamál og margir lent í bölvuðu veseni vegna þessa og þetta er einmitt helsta leiðin fyrir þessa þrjóta til að komast yfir aðganginn hjá grunlausum notendum.
Kveðja: Ingvar

Offline keb

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 397
  • going backwards
    • View Profile
yeah right !!!!!!
« Reply #3 on: May 30, 2007, 14:22:08 »
Ég þekki mann sem vinnur hjá paypal ..... sendiði mér kortanúmerin ykkar ásamt öryggiskóðanum og ég skal biðja hann um að yfirfara skráninguna.........

yeah right !!!!!!

Þetta er að koma upp af og til, bæði eBay og PayPal vilja fá forwardaðann póstinn til sín til þess að hægt sé að stoppa þessa #$%"#$ bjána af.
Kristmundur Birgisson