Hondan kom best út úr prófunum hjá performancebike magazine, og þeir fóru með alla 600ccc nippana á Nurburgring.
Miðað við auglýsta þyngd, bætti hondan við sig 20kg, súkkan 23 en Y og K 18.5 kg, öll hjólin voru vigtuð með fullan tank, og nei, það er ekki risatankur á súkkunni.
Hondan er langléttust 188 kg með fullan tank, Y er 191kg, S er 198 og K er 203 kg.
Persónulega myndi ég fá mér Hondu, en það er bara af einhverri Hondaást sem ég gerði það, jú og það að gamla Hondan mín, sem ég keypti af einhverjum mesta ökutækjaböðli EVER, hún gekk og gekk án vélarviðhalds, bara skipta um olíu með reglulegu millibili.
Af öllum þeim ökutækjum sem ég hef átt, var cbr-ið sennilega það sem fór alltaf í gang án undantekninga við að snúa lyklinum og ýta á takkann.