Author Topic: Smá pælingar með þennann blessaða 66 Mustang á Toyota  (Read 6847 times)

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
mustang
« Reply #20 on: May 25, 2007, 00:26:13 »
Ég sé ekki neitt að því að men hafi skiptar skoðanir á því hvað sé borgandi fyrir svona bíl, það er óeitanlega erfitt að verðleggja svona bíl, spurning un hvað svona bíll kostar eigandann í því ástandi sem hann vill hafa hann í þegar hann er klár í því ástandi sem eigandinn gerir kröfur til þegar upp er staðið og hvort menn séu að fjárfesta til lengri eða skemri tíma. Mín skoðun er að þessi bíll verði vart meira virði en sem nemur 1-1,5 milljón næstu árin, hef ekki séð gripinn og veit ekki hversu mikið þarf að gera fyrir hann til að hann sé fullkominn, það eru aðrir betri í að meta það. BGS segir 0 kr :D . Svo er bara að bjóða, þetta er nú bara ásetta verðið.

Gizmo

  • Guest
Smá pælingar með þennann blessaða 66 Mustang á Toyota
« Reply #21 on: May 25, 2007, 09:14:50 »
Ég held að milljón sé nú ekkert útí hött fyrir bílinn, reisulegur og lítur vel út á myndum.  

Gamlir bílar verða samt seint rétt metnir á íslandi, ef maður gefur sér milljón til að kaupa eitthvað í USA á útsölu dollar eins og hann er núna þá er nú ekki víst að maður fengi neitt merkilegan bíl þegar búið er að borga allt til að koma honum til Íslands.  40+ ára, FOB fyrir $ 6-7000 væri um Milljón kominn á götuna.  Dæmið verður fljótt mjög mikið öðruvísi ef dollarinn færi í 75-85 kr sem hann "ætti" í raun að vera.

Svo hef ég grun um að margt sem kaninn er að selja sé flagð undir fögru skinni.  Þessvegna er ólíku saman að jafna að geta skoðað bíl með eigin augum hérna heima og svo eitthvað sem er verslað eftir myndum frá útlöndum.

Offline Nonni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 890
    • View Profile
Smá pælingar með þennann blessaða 66 Mustang á Toyota
« Reply #22 on: May 25, 2007, 16:54:08 »
Það er erfitt að meta hvað er eðlilegt verð.  Ef seljandi er ekki tilbúinn til að selja nema að hann fái þetta verð þá er það söluverðið, sama hvað þeim sem langar til að kaupa finnst.  

Veit um dæmi þar sem að menn hafa sett sér ákveðinn þröskuld, ef tilboð kemur yfir ákveðnu verði þá eru þeir tilbúnir til að selja, annars vilja þeir eiga hann áfram.
Jón H. Guðjónsson

1986 Pontiac Firebird Transam
1981 Chevrolet Blazer K5 Silverado
2007 Jeep Grand Cherokee Laredo
2006 Trek 5200
2012 Cube LTD Race

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
mustang
« Reply #23 on: May 26, 2007, 01:59:15 »
Vona vissulega að bíllinn seljist og komist í góðra manna hendur (er það eflaust í dag) en rétta verðið er að sjálfsögðu það sem kaupandi og seljandi hafa sæst á. Þessi bíla standa samt alltaf í skugganum af Mack1 bílunum (hjá flestum allavegana), því verður seint breytt þrátt fyrir að vera gull fallegir.