Sælir félagar.
Ég var að setja 351 W mótor í bíl hjá mér, ég er með nýjan Holley 670 truck avenger blöndung, nýja hey kveikju, nýa bensíndælu og nýja þræði og kerti. Ég er í vandræðum með ganginn í honum.
1 Þegar ég er með vacum fítinn á kveikjunni tengdann í blöndunginn (fyrir ofan spjald) þá fer bíllinn að missa úr ef ég set hann í 3000sn í kirstöðu, þetta lagast ef ég tek flýrinn úr sambandi og loka gatinu.
2 Ég er með gruggkúlu (bensínsíu) rétt við blöndunginn og hún er alltaf að tæmast reglulega en samt er enginn munur á ganginum í bílnum hvort sem kúlan er full eða tóm.
3 Vélin tekur uppá því öðru hvoru að missa vacumið og þ.a.l dettur lausagangurinn niður og billinn gengur illi, svo lagast þetta bara af sjálfum sér. Getur ventlavesen valdið svona vacum vandræðum?
4 Það er frekar mikið ventlabank þegar billinn fer í gang kaldur og svo heirir maður það aðeins þegar billinn er heitur. Er hægt að stilla þetta úr honum eða er það bara að skipta um undirliftur? Ég er búinn að prófa sjálfskiptivökva.
Ef eithver hefur hugmyndir um lausnir á þessum vandræðum þá eru tillögur vel þegnar!
Kv Atli